fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Tveir draumar Gylfa gætu ræst á næstu vikum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 1. mars 2021 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búast má við því að Gylfi Þór Sigurðsson verði í eldlínunni þegar Everton tekur á móti Southampton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Staða Everton er góð fyrir endasprett tímabilsins sem er að fara af stað.

Everton er fimm stigum frá West Ham sem situr í fjórða sæti deildarinnar en Everton á tvo leiki til góða á liðið.

„Auðvitað lít­ur þetta vel út núna, en maður er bú­inn að vera í þessu það lengi til að vita að þetta get­ur allt farið út um glugg­ann á tveim­ur vik­um,“ sagði Gylfi Þór um stöðu Everton í viðtali við Tómas Þór Þórðarson hjá Símanum en Morgunblaðið birtir myndskeið.

Everton er einnig komið í átta liða úrslit bikarsins og þar gæti liðið átt góðan séns á titli.

„Við eigum City í bikarnum sem verður gríðarlega erfiður leikur, deildin er það opin að það er erfitt að segja til hvernig þetta þróast. Öll liðin eru að tapa stigum gegn liðum í neðri hlutanum fyrir utan City, mars mánuður er gríðarlega mikilvægur. Ef við vinnum nokkra í röð núna erum við í góðri stöðu.“

Gylfi á sér þann draum að vinna bikar og einnig að spila í Meistaradeildinni. Hvort myndi hann velja ef til þess kæmi? „Þetta eru tveir draumuar, væri ekki alltaf gaman að spila í Meistaradeildinni,“ sagði Gylfi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina