fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Líkur á að Luke Shaw verði ákærður fyrir ummæli sín í gær

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 1. mars 2021 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska knattspyrnusambandið mun í dag taka ákvörðun um það hvort Luke Shaw bakvörður félagsins verði ákærður fyrir ummæli sín um Stuart Atwell dómara í gær.

Chelsea fengu Manchester United í heimsókn á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í gær. Thomas Tuchel var að stýra Chelsea í níunda skiptið og á hann enn eftir að tapa með liðið. Liðin gerðu 0-0 jafntefli í fyrri leik sínum á leiktíðinni og voru það einnig úrslitin í gær.

Stærsta atvik leiksins var í fyrri hálfleik þegar boltinn fór í hendina á Callum Hudson-Odoi innan vítateigs Chelsea. Dómarinn virtist ekki sjá atvikið og leikurinn hélt áfram en var að lokum stöðvaður fyrir VAR-skoðun. Atwell var sendur í skjáinn en ákvað að dæma ekki.

„Dómarinn sagði við Maguire og ég heyrði það „Ef þetta er vítaspyrna þá verða læti og mikið talað“. Ég veit ekki hvað gerðist, Maguire sagði að samkvæmt VAR hafi þetta verið víti,“ sagði Shaw eftir leik.

Ummælin gætu kostað Shaw sekt og leikbann en enska sambandið tekur ákvörðun um málið í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina