Gareth Bale launahæsti leikmaður Tottenham var ósáttur með æfingu sína á þriðjudag og var sökum þess ekki í hóp liðsins gegn Everton í enska bikarnum í gær.
Segja má að endurkoma Bale til Tottenham hafi hingað til verið martröð, kantmaðurinn knái hefur ekki spilað vel þegar hann hefur fengið tækifæri. Tækifæri Bale hafa hins vegar ekki verið ýkja mörg.
Bale hafði átt erfið ár hjá Tottenham þar sem hann fékk lítið að spila, að virðist hafa haft veruleg áhrif á hann.
„Gareth var ekki á bekknum því hann var ekki ánægður með æfinguna sína á þriðjudag,“ sagði Jose Mourinho, stjóri Tottenham að leik loknum.
„Þetta eru ekki meiðsli, það voru einhverjar tilfinningar sem hann var óhress með. Það var því betra að hann yrði eftir í London og notaði daginn með sérfræðingum okkar.“
Everton vann 5-4 sigur í framlengdum leik þar sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt og lagði upp þrjú mörk.