fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

David Seaman hefur trú á Rúnari Alex – „Hann varð ekki lélegur markvörður á einum leik“

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 30. janúar 2021 18:21

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal goðsögnin, David Seaman, var í viðtali hjá Tómasi Þór Þórðarssyni og Bjarna Þór Viðarssyni, fyrir leik Arsenal og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

David Seaman er einn besti markvörður í sögu Arsenal og hann var spurður út í stöðu Rúnars Alex Rúnarssonar sem var fenginn til liðs við Arsenal fyrir tímabilið.

Rúnar gerði afdrifarík mistök í leik með Arsenal gegn Manchester City á dögunum en Seaman vill nú sjá hvernig hann bregst við eftir að hafa gert þessi mistök.

„Hann var nú þegar góður markvörður áður en hann gerði þessi mistök og hann varð ekki lélegur markvörður á einum leik. Sem markvörður áttu eftir að gera mistök, nú vil ég sjá hvernig hann bregst við og hvort að hann geti náð fram sínu besta eftir að hafa gert þessi mistök,“ sagði David Seaman í viðtali í Sjónvarpi Símans.

Þessi upplifun Rúnars geti orðið til þess að hann verði betri markvörður.

„Ef hann getur það (lært af mistökunum), þá verður hann góður markvörður. Þessi mistök munu á endanum vera góður lærdómur fyrir hann,“ sagði David Seaman, fyrrverandi markvörður Arsenal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Í gær

England: Chelsea missteig sig á heimavelli

England: Chelsea missteig sig á heimavelli
433Sport
Í gær

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur
433Sport
Í gær

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við
433Sport
Fyrir 2 dögum

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu