fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Hræðist að geta ekki séð fyrir fjölskyldu sinni – „Ég berst áfram í gegnum sársaukann“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 15:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adebayo Akinfenwa er nokkuð þekktur knattspyrnumaður ef tekið er mið af því að hann spilar fyrir neðri deildar lið á Englandi. Akinfenwa, sem er framherji, er þekktur fyrir styrk sinn á velli og hefur verið kallaður ‘Skepnan (The Beast).’

Hann verður 39 ára í maí og hyggst spila þangað til hann verður 40 ára en það er ekki eingöngu vegna ástar hans á knattspyrnu. Hann er fimm barna faðir og hefur þurft að glíma við þrálát meiðsli á sínum knattspyrnuferli. Það varð til þess að hann óttaðist að geta ekki séð fyrir börnum sínum.

„Ég berst áfram í gegnum sársaukann af meiðslunum og nýti hann til þess að ýta mér áfram af því að ég hræðist það að geta ekki séð fyrir fjölskyldu minni. Ef ég hefði unnið í lottóinu væri ég ábyggilega liggjandi á strönd einhvers staðar,“ sagði Akinfewa í viðtali.

Hann segir að það sé mikil rangfærsla að allir þeir sem spili atvinnumannaknattspyrnu þéni mikið og þurfi ekki að hafa áhyggjur af fjárhag sínum.

„Aðeins lítill hluti þénar mikla peninga og þegar að þeir leikmenn verða 35 ára, þurfa þeir ekki að vinna meir. En fyrir okkur neðri deildar leikmenn er þetta ekki þannig,“ sagði Akinfewa.

Akinfenwa verður í eldlínunni með liði sínu Wycombe, þegar að það mætir Tottenham í enska bikarnum á mánudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Fara fram á gjaldþrot
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Roy Keane gagnrýnir þennan leikmann enska landsliðsins – Segir hann of linan

Roy Keane gagnrýnir þennan leikmann enska landsliðsins – Segir hann of linan
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United hafnaði þessu tilboði Chelsea í sumar – Töldu áhættuna of mikla vegna meiðsla

United hafnaði þessu tilboði Chelsea í sumar – Töldu áhættuna of mikla vegna meiðsla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Semenyo á góðum afslætti í janúar – Stóru félögin á Englandi fylgjast með gangi mála

Semenyo á góðum afslætti í janúar – Stóru félögin á Englandi fylgjast með gangi mála
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona er tölfræðin – Arnar á milli Arnars Þórs og Hareide þegar kemur að sigurhlutfalli

Svona er tölfræðin – Arnar á milli Arnars Þórs og Hareide þegar kemur að sigurhlutfalli
433Sport
Í gær

Ætla að áfrýja rauða spjaldi Ronaldo og vonast til að hann spili fyrsta leik á HM

Ætla að áfrýja rauða spjaldi Ronaldo og vonast til að hann spili fyrsta leik á HM
433Sport
Í gær

Fitlaði við rassinn á Haaland í gær – Kveikti í honum og sá norski kláraði dæmið

Fitlaði við rassinn á Haaland í gær – Kveikti í honum og sá norski kláraði dæmið