fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Arnar og Eiður Smári funda aftur með Lagerback – „Eiður og Lars eiga mjög gott samband“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 11:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands átti fund með Lars Lagerback um helgina og hann ásamt Eiði Smára Guðjohnsen munu funda aftur í þessari viku. Vonir standa til innan veggja KSÍ að Lagerback komi inn í þjálfarateymi karlalandsliðsins.

Arnar og Eiður Smári voru ráðnir til starfa í desember og þá kom fram að líkur væru á að Lagerback kæmi inn í þjálfarateymið. Arnar segir mikinn vilja hjá sér og Eiði Smára að fá Lagerback inn sem ráðgjafa.

Lagerback stýrði Íslandi ásamt Heimi Hallgrímssyni frá 2012 til 2016. Hann tók síðar við Noregi en var rekinn úr starfi á síðasta ári.

„Það er ekki kominn niðurstaða, við töluðum við hann um helgina og eigum annan fund með honum í vikunni. Ég og Eiður tölum við hann í vikunni, við erum að reyna að finna lendingu,“ sagði Arnar Þór í samtali við 433.is í dag.

Eiður Smári lék undir stjórn Lagerback og voru þeir hluti af hópnum sem náði mögnuðum árangri á EM í Frakklandi, árið 2016.

„Það er mikill vilji hjá okkur til að fá Lars með okkur í þetta, Eiður þekkir Lars miklu betur en ég. Eiður sagði við mig í gær að það væri ekki ekki bara þekking og reynsla sem Lars kemur inn í þetta. Heldur þekkir hann umhverfið, allt starfsfólkið og mikið af leikmönnum. Það er mikill vilji af okkar hálfu að fá hann inn.“

Lagerback hefur fengið fjölda tilboða eftir að Noregur rak hann úr starfi, hann skoðar sína kosti.

„Lars hefur sjálfur sagt, það er ekkert auðvelt að ferðast í heiminum núna. Hann hefur fengið nokkur símtöl og tilboð, hann vildi sjá hvernig landið myndi liggja. Það er eðlilegt að þú labbir ekki inn í eitthvað verkefni, ef það er enginn tenging á hugmyndafræði eða á milli persóna. Eiður og Lars eiga mjög gott samband, það þarf að fá tilfinningu á því hvernig við viljum vinna þetta og hans verkefni og hlutskipti í þessu, að það sé þess virði fyrir hann. Það er mjög eðlilegt, maður með svona reynslu og þekkingu labbar ekki inn i eitthvað sem hann veit ekki hvað er.“

Starfsliðið tekur á sig mynd:

Tom Joel

Tom Joel sem var styrktarþjálfari íslenska landsliðsins undir stjórn Erik Hamren mun halda starfi sínu áfram. Búið er að ganga frá því. Joel er styrktarþjálfari hjá Leicester City en mikil ánægja var með hans störf á meðal leikmanna íslenska landsliðsins.

Þá er verið að ganga frá ráðningu á markmannsþjálfara liðsins. Arnar Þór sagði málið langt komið en vildi ekki staðfesta neitt um hver það yrði. Samkvæmt heimildum 433.is er það þó svo gott sem frágengið að Halldór Björnsson muni taka starfið.

Halldór var markmannsþjálfari U21 árs landsliðsins þegar Arnar og Eiður voru við störf þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton