fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Brotið einnig alvarlegt í venjulegu árferði

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 9. september 2020 10:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Southgate þjálfari Englands hefði einnig sent Phil Foden og Mason Greenwood heim úr verkefni liðsins í venjulegu árferði. Eins og frægt hefur orðið brutu þeir félagar sóttvarnarreglur í Reykjavík um liðna helgi þegar íslenskar konur heimsóttu hótel þeirra.

Southgate segir brot þeirra alvarlegt en að afleiðingarnar hefðu orðið þær sömu, sama hvort kórónuveiran og sóttvarnarreglur væru í gangi eða ekki.

,,Þeir hafa þurft að taka afleiðingunum en nú þurfa þeir stuðning. Allir eru að sækja að þeim, nú þurfum við að hjálpa þeim að byggja sig aftur upp,“ sagði Southgate eftir markalaust jafntefli við Danmörku í gær

,,Þeir þurfa að vera meðvitaðir um þá ábyrgð sem fylgir því að vera landsliðsmaður Englands. Við þurfum að styðja við við þá, þeir þurfa að vinna sér inn traust aftur. Við þurfum að styðja við unga menn svo þeir komist aftur af stað.“

Southgate hefur rætt við þá báða í síma eftir að þeir voru sendir heim frá Reykjavík. ,,Ég hef rætt við þá báða, þeir vita vel af því að það sem gerðist verður ekki afsakað. Hvort sem kórónuveiran væri eða ekki, þá hefði þessi hegðun þeirra orsakaða það að þeir hefðu verið sendir heim.“

Næsta verkefni Englands er í október og er óvíst hvort drengirnir tveir verði með þá. ,,Ég tek ákvörðun um slíkt, það þarf að búa til traust á nýjan leik. Ég ætla ekki að hefna mín á þessum drengjum, þeir fara í gegnum þetta með fjölskyldu og vinum. Ég þarf ekki að bæta á það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir að aðili úr sprengjusveit Chelsea hafi bara fengið að mæta á eina æfingu

Segir að aðili úr sprengjusveit Chelsea hafi bara fengið að mæta á eina æfingu
433Sport
Í gær

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stendur fastur á sínu – Endurkoma Messi ómöguleg

Stendur fastur á sínu – Endurkoma Messi ómöguleg
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn