fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Sveinn Aron Guðjohnsen kláraði Svía

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. september 2020 19:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

U21 árs landslið karla vann góðan 1-0 sigur gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021.

Svíar voru ívið betri í fyrri hálfleik og áttu skot í stöng. Ekkert mark var skorað og staðan því markalaus í hálfleik.

Síðari hálfleik var nokkuð jafn, en á 61. mínútu fékk Viktor Gyökeres beint rautt spjald fyrir að gefa Alexi Þór Haukssyni olnbogaskot. Um fjórum mínútum síðar skoraði svo Sveinn Aron Guðjohnsen fyrsta, og eina, mark leiksins með frábærum skalla.

Íslenska vörnin hélt vel til loka leiks, en Patrik Sigurður Gunnarsson varði frábærlega skalla og frábær sigur staðreynd.

Ísland er í þriðja sæti riðilsins með 12 stig eftir sex leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð