Bayern Munchen tapaði í dag sínum fyrsta leik síðan 7. desember árið 2019.
Bayern laut í lægra haldi á útivelli fyrir Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 4-1 sigur Hoffenheim.
Hoffenheim komst í stöðuna 2-0 áður en að Joshua Kimmich minnkaði muninn fyrir Bayern.
Andrej Kramaric bætti við þriðja marki Hoffenheim á 77. mínútu. Hann innsiglaði síðan sigur liðsins með marki úr vítaspyrnu á 90. mínútu.
Bayern hefur spilað 32 leiki síðan að þeir töpuðu síðast, þeir unnu 31 leik og gerðu jafntefli í einum leik.
Hoffenheim 4 – 1 Bayern Munchen
1-0 Ermin Bicakcic (’16)
2-0 Munas Dabbur (’24)
2-1 Joshua Kimmich (’36)
3-1 Andrej Kramaric (’77)
4-1 Andrej Kramaric (’90)