fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
433Sport

Rúnar sjötti Íslendingurinn sem fær tækifærið í Norður-Lundúnum – Bræður fóru saman fyrir 24 árum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 21. september 2020 18:50

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson er sjötti Íslendingurinn sem er í herbúðum Arsenal en gengi Íslendinga hefur verið ævi misjafnt í herbúðum stórliðsins.

Rúnar hefur skrifað undir samning við félagið sem borgar um 260 milljónir fyrir að fá Rúnar frá Dijon í Frakklandi.

Félagaskiptin hafa legið í loftinu síðustu daga en Rúnar kom til Lundúna um helgina til þess að ganga frá öllu. Fyrsti leikur hans gæti komið í vikunni þegar Arsenal mætir Leicester í enska deildarbikarnum

Rúnar flaug í gegnum læknisskoðun fyrir helgi og nú er búið að klára allt, Rúnar ætti því að vera kynntur til leiks á eftir. Rúnar er 25 ára gamall en Árið 2014 fór Rúnar til danska liðsins Nordsjælland frá KR en þá var hann aðeins 18 ára gamall. Árið 2018 fór Rúnar frá danska liðinu og yfir til Frakklands í Dijon.

Rúnar Alex á að baki fimm A-landsleiki en Arsenal kaupir hann til að fylla skarð Emiliano Martinez sem var seldur fyrir helgi.

Arsenal er eitt af stórveldum enska fótboltans og skrefið fyrir Rúnar því ansi stórt og mikil viðurkenning fyrir hann.

1944 – Albert Guðmundsson
Albert Guðmundsson var fyrsti atvinnumaður Íslands en þá gekk hann í raðir Rangers árið 1994, þetta sama ár gekk hann í raðir Arsenal og var þar í tvö ár. Erfitt var fyrir erlenda leikmenn að komast að á þessum tíma en Albert lék tvo leiki með aðalliði Arsenal svo vitað sé um auk fjölda æfingaleikja.

© 365 ehf / Vilhelm Gunnarsson

1989 – Sigurður Jónsson
Siggi Jóns átti flottan feril á Englandi. Eftir flotta frammistöðu með Sheffield Wednesday gekk Sigurður í raðir Arsenal árið 1989. Sigurður var hjá Arsenal í tvö ár en var gríðarlega mikið meiddur og lék aðeins tíu leiki með aðalliðinu. Stuðningsmenn Arsenal hafa alltaf talað vel um Sigurð.


1996 – Valur og Stefán Gíslasynir:
Valur Fannar Gíslason skrifaði undir hjá Arsenal árið 1996 og fluttist út til Lundúna ásamt unnustu sinni og bróður sínum Stefáni. Skömmu síðar gekk Stefán einnig í raðir Arsenal en Valur var 19 ára á þessum tíma en Stefán 16 ára gamall. Hvorugur lék með aðalliði Arsenal en Valur Fannar var lánaður til Brighton og lék þar sjö leiki. Þeir bræður héldu áfram að ferðast um heiminn og gengu í raðir Strømsgodset í Noregi

Getty Images

2001 Ólafur Ingi Skúlason
18 ára gamall gekk Ólafur Ingi Skúlason í raðir þessa enska stórliðs og var þar í fjögur ár. Ólafur gerði vel með varaliði félagsins og kom við sögu í enska deildarbikarnum. Honum tókst ekki að spila með aðalliði félagsins og árið 2005 þá fór hann til Brentford.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ronaldo spilar ekki gegn Barcelona – Fór í aðra Covid skimun

Ronaldo spilar ekki gegn Barcelona – Fór í aðra Covid skimun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allir stærstu fjölmiðlar Bretlands fjalla um íslenska undrabarnið

Allir stærstu fjölmiðlar Bretlands fjalla um íslenska undrabarnið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Axel Óskar byrjaði í tapi – Samúel kom inn á

Axel Óskar byrjaði í tapi – Samúel kom inn á
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta hafði íslenska þjóðin að segja yfir orrustunni í Svíþjóð – „Hvað er að gerast?“

Þetta hafði íslenska þjóðin að segja yfir orrustunni í Svíþjóð – „Hvað er að gerast?“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Forsetinn segir af sér eftir stríðið við Messi

Forsetinn segir af sér eftir stríðið við Messi
433Sport
Í gær

Ingi Sigurðsson lagðist gegn því á stjórnarfundi KSÍ að haldið yrði áfram

Ingi Sigurðsson lagðist gegn því á stjórnarfundi KSÍ að haldið yrði áfram
433Sport
Í gær

Liverpool búið að selja nafnið á æfingasvæði sínu – Klopp fær alvöru skrifstofu

Liverpool búið að selja nafnið á æfingasvæði sínu – Klopp fær alvöru skrifstofu
433Sport
Í gær

Rekinn fyrir að hleypa léttklæddum konum inn á slóðir sem Íslendingar þekkja

Rekinn fyrir að hleypa léttklæddum konum inn á slóðir sem Íslendingar þekkja
433Sport
Í gær

Allir risarnir í Evrópu horfa til 17 ára Íslendings – Mun kosta fleiri hundruð milljónir

Allir risarnir í Evrópu horfa til 17 ára Íslendings – Mun kosta fleiri hundruð milljónir