fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Stórstjarna í hættu á banni eftir að myndband var gert opinbert – Þetta gerði hann

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 20. september 2020 14:30

Skjáskot úr myndbandinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Angel Di Maria, leikmaður Paris Saint Germain í Frakklandi, gæti verið að fara í bann eftir að myndband af honum að skyrpa að andstæðingi sínum, Anzalo Gonzales, var gert opinbert.

DailyMail greinir frá þessu. Atvikið sem um ræðir átti sér stað í mögnuðum leik PSG gegn Marseille í síðustu viku en fimm leikmenn fengu rautt spjald í leiknum. Neymar, leikmaður PSG, sakaði Gonzales um að hafa blótað sér með kynþáttahatri en þjálfari Marseille, Andre Villas-Boas, varði leikmanninn sinn og sagði hann ekki vera rasista. Þá sagði Villas-Boas að Di Maria hafi skyrpt á Gonzalez.

Í myndbandinu sem um ræðir sést að ásakanir Villas-Boas eru ekki innantómar. Di Maria sést skyrpa í áttina að Gonzales í myndbandinu. Pascal Garibian, VAR dómari leiksins, útskýrði eftir leikinn að hann hafi ekki séð Di Maria skyrpa. „Það þýðir ekki að það gerðist ekki en það er ekkert á myndbandi hjá okkur,“ sagði Garibian.

En nú hefur myndband verið birt sem sýnir Di Maria skyrpa og því gæti hann verið í hættu á að fá bann. Þessa dagana er sérstaklega illa litið á það að leikmenn séu að skyrpa vegna kórónuveirunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool sagt klárt með arftaka fyrir Salah

Liverpool sagt klárt með arftaka fyrir Salah
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United flaug upp um nokkur sæti eftir sigur á lélegasta liði deildarinnar

United flaug upp um nokkur sæti eftir sigur á lélegasta liði deildarinnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jónatan Ingi slekkur í öllum kjaftasögum – Skrifaði undir nýjan samning við Val

Jónatan Ingi slekkur í öllum kjaftasögum – Skrifaði undir nýjan samning við Val
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot tjáir sig í fyrsta sinn um ummæli Salah – Veit ekki hvort hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool

Slot tjáir sig í fyrsta sinn um ummæli Salah – Veit ekki hvort hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Staðfest að Salah var skilinn eftir heima – Óvíst hvað gerist um helgina

Staðfest að Salah var skilinn eftir heima – Óvíst hvað gerist um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Dijk tjáði sig um svakalegt viðtal Salah

Van Dijk tjáði sig um svakalegt viðtal Salah
433Sport
Í gær

Áhugi á Salah víðar en í Sádí – Áhugaverður áfangastaður kominn í umræðuna

Áhugi á Salah víðar en í Sádí – Áhugaverður áfangastaður kominn í umræðuna
433Sport
Í gær

Ólafur segir gagnrýni íslenskra blaðamanna hafa verið óvægna og lýsir aðferðum þeirra – „Nú skaltu þegja, passaðu þig á því að þegja“

Ólafur segir gagnrýni íslenskra blaðamanna hafa verið óvægna og lýsir aðferðum þeirra – „Nú skaltu þegja, passaðu þig á því að þegja“