fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Verður launahæstur þrátt fyrir að þeir borgi aðeins hluta launa

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. september 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham er á barmi þess að fá Gareth Bale og Sergio Reguilon frá Real Madrid en fjöldi erlendra miðla fjallar um málið. Báðir hafa verið á óskalista Manchester United. United hefur síðustu daga rætt við Real Madrid um kaup á vinstri bakverðinum Reguilon. United vildi hins vegar ekki setja klásúlu um að Real Madrid gæti keypt hann til baka.

Tottenham gekk að þeim kröfum Real Madrid og er Reguilon því að ganga í raðir Tottenham eftir vel heppnaða dvöl hjá Sevilla á síðustu leiktíð. Tottenham er svo á barmi þess að fá Gareth Bale á láni, Real Madrid vill losna við hann af launaskrá. Talið er að það kosti Tottenham 20 milljónir punda að fá hann á láni í eitt ár.

Bale fær helming launa sinna frá Tottenham og helminginn frá Real Madrid. Hluturinn sem Tottenham greiðir gerir hann samt sem áður að launahæsta leikmanni Tottenham.

Fyrir var Kane launahæstur með 200 þúsund pund á mánuði en Bale fer nú yfir hann og það þrátt fyrir að Spurs borgi bara helming launa hans.

Launahæstu leikmenn Tottenham:
Bale £500,000 (Real Madrid borgar 50 prósent)
Kane £200,000
Ndombele £160,000
Son £140,000
Alli £100,000
Lloris £100,000

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“