fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Breiðablik í krísu gegn stóru strákunum – „Óskar Hrafn er þrjóskur“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 11. september 2020 09:35

© 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að árangurs Breiðabliks gegn sterkari liðum deildarinnar sé áhyggjuefni fyrir Óskar Hrafn Þorvaldsson fyrir komandi vikur. Þannig eru fjórir næstu leikir Breiðablik í efstu deild karla gegn fjórum af sex bestu liðum landsins í dag.
Breiðablik hefur í sumar aðeins unnið einn leik gegn efstu sex liðum deildarinnar, sá sigur kom gegn Fylki snemma móts. Síðan þá hefur Breiðablik gert 3-3 jafntefli við FH en tapað í tvígang gegn KR og einu sinni gegn Val.

Breiðablik mætir FH á sunnudag, en þar á eftir fylgja leikir KR, Stjörnunni og Val. Tómas Þór Þórðarson einn reyndasti og virtasti fréttamaður landsins skoðaði vandamál Blika með okkur.

,,Vandamálið er í raun og veru það að þeir eru ekki orðnir nógu góðir í því að spila þennan fótbolta sem þá dreymir um. Þeir hafa ekki nægilega góða leikmenn til að kaffæra hin liðin. Við sjáum þá reyna að spila álíka fótbolta og mörg bestu lið Evrópu en það vantar í ákveðnar stöður. Þeir hafa ekki leikmennina í það til að fara í gegnum lið sem eru áþekk af getur eða jafnvel betur mönnuð,“ sagði Tómas Þór við blaðamann í dag.

Óskar Hrafn Þorvaldsson hikar ekki frá sinni hugmyndafræði, það sást best þegar Blikar voru flengdir í Noregi gegn Rosenborg í Evrópudeildinni. „Óskar Hrafn er þrjóskur, hann neitar að breyta út frá vana sínum. Við sjáum Víkinga spila álíka fótbolta á köflum en þeir breyta út frá andstæðingum sínum. Blikarnir gera það ekki eins og í KR leiknum í gær. KR-ingar biðu og réðust alltaf á þriðju sendinguna, settu pressu þegar það þurfti að setja pressu. Blika liðið getur ekki í dag klárað þessa leiki þegar það er gegn liðum með álíka styrkleika. Sérstaklega gegn leikmönnum eins og Atla Sigurjóns og Patrick Pedersen sem refsa fyrir mistök.“

Tómas Þór telur að Óskar þurfi betri leikmenn og sérstaklega í varnarlínu sína, svo hann nái árangri með þennan leikstíl. „Það er erfitt að spá í kristal kúluna en ég hef rosalega gaman af þessu. Allir hafa gaman af þessu, þetta mun taka lengri tíma en ég hélt persónulega og mögulega fleiri. Óskar þarf verulega að hugsa um að bæta í varnarlínuna, honum vantar sterkari menn á boltann.“

Þannig hefur Breiðablik náð í 12 af 23 stigum sínum í efstu deild karla í dag gegn Fjölni og Gróttu sem virðast vera yfirburðar slökustu lið deildarinnar.

Árangur Breiðabliks gegn sex efstu liðum deildarinnar:
Sigur – 1
Jafntefli 1
Töp – 3

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum