fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433

Hemmi Hreiðars ráðinn þjálfari Þróttar Vogum

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 17:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermann Hreiðarsson, fyrrum landsliðsmaður, hefur verið ráðinn þjálfari Þróttar Vogum í 2.deildinni.

Þetta staðfesti félagið nú rétt í þessu en Hermann var síðast aðstoðarmaður Sol Campbell hjá Southend á Englandi.

Hermann hefur einnig þjálfað ÍBV hér heima og á að baki 89 landsleiki fyrir Ísland.

Fréttatilkynning knattspyrnudeildar Þróttar Vogum.

Knattspyrnudeild Þróttar gerði fyrr í dag samning við Hermann Hreiðarsson um að taka við þjálfun meistaraflokk Þróttar. Hermann á langan feril að baki sem leikmaður og spilaði á sínum tíma tæplega 500 leiki fyrir lið á Englandi, á að baki 89 leiki fyrir A landslið Íslands og var hann fyrirliði í 16 þeirra. Síðustu ár hefur hann komið að þjálfun, fyrst hjá ÍBV og nú síðast aðstoðarþjálfari Southend United.

Þá verður Andy Pew áfram spilandi aðstoðarþjálfari meistaraflokks, hefur Andy stýrt liðinu í síðustu tveimur leikjum.

„Við erum mjög ánægð með þessa ráðningu. Það fer gott orð af Hermanni sem er góður þjálfari. Stemmning, reynsla og gæði er eitt af því sem hann er þekktur fyrir, það mun hjálpa okkur í því verkefni að festa okkur í sessi í 2. deildinni og byggja upp lið til framtíðar.“ segir Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri Þróttar.

„Þetta verður krefjandi verkefni en jafnframt spennandi og skemmtilegt. Ég er þakklátur fyrir tækifærið sem Þróttur Vogum er að veita mér. Ég er að taka við góðu búi frá Brynjari Gestssyni og núna er það mitt að halda áfram á sömu braut, byggja ofan á það sem hefur verið gert í vetur og síðustu leikjum. Leikmannahópurinn er gríðarlega spennandi og mikil gæði í hópnum. Eftir að hafa tekið fundi með Marteini og öðrum sem starfa fyrir félagið, þessi brennandi ástríða sem fólkið hefur fyrir félaginu þá varð ég að fá að vera þátttakandi. Nú er bara að vona að allir bæjarbúar snúi bökum saman og geri allt til að mynda stemmningu til að hjálpa liðinu í sumar.“ segir Hermann Hreiðarsson nýr þjálfari Þróttar Vogum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tveir handteknir grunaðir um að hafa nauðgað konu á föstudag

Tveir handteknir grunaðir um að hafa nauðgað konu á föstudag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var