fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Segir Samherja hafa hrækt á sig – „Hann er 32 ára gamall faðir. Þetta er bara fáránlegt rugl“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 30. júlí 2020 10:59

Hrafnagilsvöllur / Skjáskot: YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Leikmaður Samherja hrækir á okkar leikmann og dómari dæmir ekkert. Stay classy  fjórða deild,“ skrifaði Guðjón Gíslason, forráðamaður í liðsstjórn Skallagríms, á Twitter-síðu sína eftir leik liðsins gegn Samherjum.

Sinisa Pavlica, sem þjálfar Samherja, er ósáttur við ásökun Guðjóns um að Samherji hafi hrækt á leikmann Skallagríms. Þetta er ekki rétt, þetta er bara kjaftæði,“ sagði Sinisa í samtali við Fótbolta.net í morgun. „Ef það er hrækt á einhvern þá færi viðkomandi til dómara strax og sýndi honum hrákann en myndi ekki bíða og fara á Twitter eftir leik.“

Þá segir Sinisa einnig að Samherjinn sem sakaður er um athæfið myndi aldrei gera neitt því líkt. „Sá sem er sakaður um þetta er síðasti maðurinn til að gera svona. Hann er 32 ára gamall faðir. Þetta er bara fáránlegt rugl. Ég talaði við dómarann í morgun og hann heyrði ekkert frá Skallagrími um þetta atvik.“

Sinisa segist einnig hafa brýnt fyrir strákunum að passa sig vegna COVID-19. „Ég bað meira að segja markmanninn minn að hrækja ekki í hanskana sína til að minnka smithættu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“