fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
433Sport

Segir Samherja hafa hrækt á sig – „Hann er 32 ára gamall faðir. Þetta er bara fáránlegt rugl“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 30. júlí 2020 10:59

Hrafnagilsvöllur / Skjáskot: YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Leikmaður Samherja hrækir á okkar leikmann og dómari dæmir ekkert. Stay classy  fjórða deild,“ skrifaði Guðjón Gíslason, forráðamaður í liðsstjórn Skallagríms, á Twitter-síðu sína eftir leik liðsins gegn Samherjum.

Sinisa Pavlica, sem þjálfar Samherja, er ósáttur við ásökun Guðjóns um að Samherji hafi hrækt á leikmann Skallagríms. Þetta er ekki rétt, þetta er bara kjaftæði,“ sagði Sinisa í samtali við Fótbolta.net í morgun. „Ef það er hrækt á einhvern þá færi viðkomandi til dómara strax og sýndi honum hrákann en myndi ekki bíða og fara á Twitter eftir leik.“

Þá segir Sinisa einnig að Samherjinn sem sakaður er um athæfið myndi aldrei gera neitt því líkt. „Sá sem er sakaður um þetta er síðasti maðurinn til að gera svona. Hann er 32 ára gamall faðir. Þetta er bara fáránlegt rugl. Ég talaði við dómarann í morgun og hann heyrði ekkert frá Skallagrími um þetta atvik.“

Sinisa segist einnig hafa brýnt fyrir strákunum að passa sig vegna COVID-19. „Ég bað meira að segja markmanninn minn að hrækja ekki í hanskana sína til að minnka smithættu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

Víðir segir nei – Engir áhorfendur á leikjum á Íslandi

Víðir segir nei – Engir áhorfendur á leikjum á Íslandi
433Sport
Í gær

Gylfi Sig bauð eiginkonunni í óvænta ferð um helgina – Sjáðu hvert þau fóru

Gylfi Sig bauð eiginkonunni í óvænta ferð um helgina – Sjáðu hvert þau fóru
433Sport
Fyrir 3 dögum

Svona fögnuðu knattspyrnumennirnir eftir sigurinn – Bjór, kampavín og karaókí

Svona fögnuðu knattspyrnumennirnir eftir sigurinn – Bjór, kampavín og karaókí
433Sport
Fyrir 4 dögum

Evrópudeildin: Liðsfélagar Ragnars töpuðu gegn Manchester United – Inter sigraði sinn leik

Evrópudeildin: Liðsfélagar Ragnars töpuðu gegn Manchester United – Inter sigraði sinn leik