fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

FH hefur ekki áhuga á Sam Hewson: Ólafur fagnar aukinni samkeppni

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 28. maí 2020 11:00

Ólafur Kristjánsson. Mynd / Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH hefur ekki áhuga á því að fá Sam Hewson frá Fylki og hefur félagið ekki skoðað það. Fram kom í upphitunarþætti á Stöð2 Sport í gær að FH hefði áhuga á að fá Hewson aftur í sínar raðir.

Hewson lék með FH frá 2014 til 2016 en hefur síðan þá spilað með Grindavík og Fylki. „Það er ekkert til í þessu og hefur ekkert verið rætt,“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH í samtali við 433.is í dag.

Hann kveðst vel settur af miðjumönnum. „Við erum með feikilega öfluga miðjumenn i okkar hóp, Björn Daníel, Baldur, Daníel Hafsteins, Þóri Jóhann og Baldur Loga. Svo kemur Vuk til okkar í sumar,“ sagði Ólafur en FH hefur keypt Vuk Oskari Dimitrijevic frá Leikni og á hann að koma til félagsins í júlí.

FH hefur látið að sér kveða á félagaskiptamarkaðanum en Pétur Viðarsson tók fram skóna í fyrradag. „Ég lagði mikla áherslu á að fá Pétur inn aftur, hann er búinn að vera í FH síðan elstu menn muna og er sigurvegari. Okkur vantaði breidd í vörnina og þá sest maður niður með Pétri. Hann vill keyra FH áfram og hann er alltaf í góðu standi.“

FH festi svo kaup á Herði Inga Gunnarssyni frá ÍA í gær. „Við höfðum reynt að fá Hörð í vetur og þá var það ekki í boði, það kom bara nei frá ÍA. Svo fer þetta aftur af stað og það var meistaraflokksráðið hjá okkur og Geir framkvæmdarstjóri ÍA sem ræða málið. Ég lagði mikla áherslu á að fá hann.“

Með þessu eykst breiddin í hópi FH og það sagði Ólafur mikilvægt. „Það er hugsunin með þessu að það sé samkeppni um allar stöður, þú ert með Lennon, Jónatan, Morten Beck og Atla Guðna. Í vörninni ertu svo með Guðmann, Guðmund Kristáns, Pétur, Brynjar Ásgeir, Þórð Þorstein, Hörð, Hjört Loga og unga stráka. Svo ertu með Davíð og Gunna Nielsen í markinu. Svo þessa miðjumenn sem ég ræddi áðan. Það þarf samkeppni í allar stöður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar