fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
433Sport

FH hefur ekki áhuga á Sam Hewson: Ólafur fagnar aukinni samkeppni

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 28. maí 2020 11:00

valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH hefur ekki áhuga á því að fá Sam Hewson frá Fylki og hefur félagið ekki skoðað það. Fram kom í upphitunarþætti á Stöð2 Sport í gær að FH hefði áhuga á að fá Hewson aftur í sínar raðir.

Hewson lék með FH frá 2014 til 2016 en hefur síðan þá spilað með Grindavík og Fylki. „Það er ekkert til í þessu og hefur ekkert verið rætt,“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH í samtali við 433.is í dag.

Hann kveðst vel settur af miðjumönnum. „Við erum með feikilega öfluga miðjumenn i okkar hóp, Björn Daníel, Baldur, Daníel Hafsteins, Þóri Jóhann og Baldur Loga. Svo kemur Vuk til okkar í sumar,“ sagði Ólafur en FH hefur keypt Vuk Oskari Dimitrijevic frá Leikni og á hann að koma til félagsins í júlí.

FH hefur látið að sér kveða á félagaskiptamarkaðanum en Pétur Viðarsson tók fram skóna í fyrradag. „Ég lagði mikla áherslu á að fá Pétur inn aftur, hann er búinn að vera í FH síðan elstu menn muna og er sigurvegari. Okkur vantaði breidd í vörnina og þá sest maður niður með Pétri. Hann vill keyra FH áfram og hann er alltaf í góðu standi.“

FH festi svo kaup á Herði Inga Gunnarssyni frá ÍA í gær. „Við höfðum reynt að fá Hörð í vetur og þá var það ekki í boði, það kom bara nei frá ÍA. Svo fer þetta aftur af stað og það var meistaraflokksráðið hjá okkur og Geir framkvæmdarstjóri ÍA sem ræða málið. Ég lagði mikla áherslu á að fá hann.“

Með þessu eykst breiddin í hópi FH og það sagði Ólafur mikilvægt. „Það er hugsunin með þessu að það sé samkeppni um allar stöður, þú ert með Lennon, Jónatan, Morten Beck og Atla Guðna. Í vörninni ertu svo með Guðmann, Guðmund Kristáns, Pétur, Brynjar Ásgeir, Þórð Þorstein, Hörð, Hjört Loga og unga stráka. Svo ertu með Davíð og Gunna Nielsen í markinu. Svo þessa miðjumenn sem ég ræddi áðan. Það þarf samkeppni í allar stöður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sex mörk í boði er Blikar og FH skildu jöfn

Sex mörk í boði er Blikar og FH skildu jöfn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Yngsti leikmaður sögunnar til að fá rautt spjald

Yngsti leikmaður sögunnar til að fá rautt spjald
433Sport
Í gær

Leikmaður United svaraði reiðum stuðningsmönnum: ,,Hávær og býður ekki upp á neitt“

Leikmaður United svaraði reiðum stuðningsmönnum: ,,Hávær og býður ekki upp á neitt“
433Sport
Í gær

Barcelona ekki refsað – Heimtuðu 61 milljón evra

Barcelona ekki refsað – Heimtuðu 61 milljón evra
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sonur Neville skrifaði undir hjá Manchester United

Sonur Neville skrifaði undir hjá Manchester United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mourinho með föst skot eftir færslu Arsenal: ,,Þetta segir meira um þá“

Mourinho með föst skot eftir færslu Arsenal: ,,Þetta segir meira um þá“