Ef Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United ætlar að versla í sumar er viðbúið að hann þurfi að selja einhverja leikmenn.
Skuldastaða United hefur aukist mikið vegna kórónuveirunnar, tekjurnar hafa minnkað og skuldir hækkað hratt.
United er sagt vilja fá Jadon Sancho og Jack Grealish í sumar en til þess að það gangi upp telja ensk blöð að stór nöfn þurfi að fara. Mest er rætt um Paul Pogba miðjumann félagsins sem er sagður daðra við endurkomu til Juventus.
David De Gea gæti mögulega verið til sölu ef marka má ensk blöð en Dean Henderson sem er í láni hjá Sheffield gæti snúið aftur til félagsins.
Verða þessir fimm til sölu í sumar?