fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir út í félagið sitt eftir ákvörðun dagsins

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 4. apríl 2020 17:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Liverpool eru vægast sagt ósáttir með félagið sitt í dag, og þá ákvörðun að félagið ætlar að láta ríkið greiða stærstan hluta af launum starfsmanna. Ástæðan er kórónuveiran og útgöngubann sem ríkir á Englandi.

Liverpool hefur ákveðið að allt starfsfólk fyrir utan leikmenn fari í leyfi, þannig fær starfsfólkið 80 prósent af laununum sínum frá ríkinu. Liverpool borgar svo hin 20 prósentin.

Stuðningsmenn Liverpool eru ósáttir með félagið að nýta sér þetta, enda er þetta úrræði fyrir fyrirtæki í neyð. Liverpool hagnaðist um rúmar 40 milljónir punda á síðasta ári.

Bournemouth, Newcastle, Norwich og Tottenham hafa nýtt sér þetta úrræði en það eru eigendur Liverpool, sem tóku ákvörðun um þetta.

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður félagsins er einn af þeim sem er ósáttir. ,,Jurgen Klopp gerði vel í upphafi veirunnar og sýndi öllum samúð. Leikmenn taka á sig launalækkun. Svo kemur þeta og öll virðing og samúð fer út um gluggann. Þetta er lélegt Liverpool,“ skrifar Carragher.

Fleiri háttsettir menn í enskum fótbolta hafa gagnrýnt félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“