fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Það sem Klopp gerir í fríinu: Reyndi dansinn og horfir á myndir – ,,Ekki eins slæmt og þið haldið!“

Victor Pálsson
Föstudaginn 27. mars 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur opnað sig um hvað hann er að gera á meðan kórónaveiran gengur yfir.

Það er enginn fótbolti í gangi þessa dagana en leikmenn Liverpool og annarra liða hafa verið virkir á samskiptamiðlum.

James Milner og Alex Oxlade-Chamberlain hafa til að mynda birt skemmtileg myndbönd og hefur Klopp tekið eftir því.

,,Ég er ekki búinn að vera að klippa grasið (eins og Milner) en ég reyndi að dansa eins og Ox!“ sagði Klopp.

,,Það var ekki eins slæmt og þið haldið! Það er mikilvægt á þessum tímum að við tökum þessu alvarlega en við erum manneskjur.“

,,Eins og staðan er erum við heima hjá okkur og þegar þú ert þar þá geturðu ekki hjálpað þeim fyrir utan.“

,,Við vinnum ekki í heilsu fólks eða í matvörubúðum. Maður þarf að halda eigin skapi góðu og fyrir annað fólk. Ef strákarnir eru að gera eitthvað á Instagram og á meðan það er löglegt þá verð ég mjög ánægður.“

,,Ég hef persónulega verið að horfa á nokkrar myndir – ég horfði á Taken þríleikinn aftur, þannig er þetta. Þú gerir hluti sem þú ert ekki vanur að gera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“