fbpx
Mánudagur 06.apríl 2020
433Sport

Hermann segir frestun vegna kórónuveirunnar koma á góðum tíma fyrir Ísland: „Hefur eitthvað sem enginn annar hefur“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 26. mars 2020 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag hefði Ísland átti að leika í umspili um laust sæti á Evrópumótinu á Laugardalsvelli, Rúmenía átti að koma í heimsókn í undanúrslitum. Leiknum var hins vegar frestað eins og öllu öðru vegna kórónuveirunnar.

Leikurinn á nú að fara fram í byrjun júní en líklegra er að leiknum verði frestað aftur en búið er að færa Evrópumótið fram til ársins 2021.

Hermann Hreiðarsson, einn fremsti knattspyrnumaður í sögu Íslands segir að veiran hafi komið á ágætis tíma fyrir Ísland. Að mati Hermanns hefði fjarvera Jóhanns Berg Guðmundssonar verið erfiður biti fyrir Ísland að kyngja. Þetta kom fram í máli Hermanns í þættinum Sportið í kvöld á Stöð2 Sport í gær.

,,Var það ekki ágætt að fresta þessu, fyrst og fremst upp á Jóhann Berg,“ sagði Hermann en Jóhann sem leikur með Burnley á Englandi er meiddur og hefur mikið verið á sjúkrabekknum í vetur.

Hermann segir Jóhann vera með gæði sem enginn annar leikmaður íslenska

,,Mér hefur fundist hann vera lykilmaður síðustu ár, hann hefur eitthvað sem enginn annar hefur í liðinu. Hrikalega góður að hlaupa með boltann og bera upp liðið.“

,,Frábær knattspyrnumaður, mér finnst vanta mikið þegar að vantar Jóa. Ég er á því að þetta hafi hentað okkur frábærlega.“

Landsliðið á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lögreglan hafði afskipti af Birki Bjarnasyni

Lögreglan hafði afskipti af Birki Bjarnasyni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Aðeins þrír máttu tala: Mikil óvissa um hvort leikmenn taki launalækkun

Aðeins þrír máttu tala: Mikil óvissa um hvort leikmenn taki launalækkun
433Sport
Í gær

Manchester City ætlar ekki á ríkisspenann líkt og Liverpool

Manchester City ætlar ekki á ríkisspenann líkt og Liverpool
433Sport
Í gær

Stórstjarna braut reglur um útgöngubann með því að fá tvær vændiskonur heim til sín

Stórstjarna braut reglur um útgöngubann með því að fá tvær vændiskonur heim til sín
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útilokað að Harry Kane fari til Manchester United

Útilokað að Harry Kane fari til Manchester United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmenn geta hafnað launalækkun

Leikmenn geta hafnað launalækkun