Neymar, stjarna Paris Saint-Germain, vildi fá að spila síðustu deildar og bikarleiki liðsins.
Hann greinir sjálfur frá þessu en Thomas Tuchel, stjóri PSG, vildi ekki nota Neymar sem var að stíga upp úr meiðslum.
Brassinn sneri svo aftur í gær er PSG spilaði við Borussia Dortmund og tapaði 2-1 í fyrri leiknum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
,,Það var ekki mín ákvörðun að spila ekki í síðustu leikjum. Ég vildi spila, mér leið vel,“ sagði Neymar.
,,Félagið óttaðist að nota mig í þessum leikjum og ég þurfti að þjást vegna þess.“