fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Enn einn endurkomusigur Manchester United

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 5. desember 2020 19:23

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

West Ham United tók á móti Manchester United í 11.umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikmenn Manchester United sýndu enn og aftur mikinn karakter eftir að hafa lent undir. Leikurinn endaði með 1-3 sigri Manchester United.

Tomas Soucek kom West Ham yfir með marki á 38. mínútu og staðan í hálfleik var því 1-0 fyrir West Ham.

Spilamennska Manchester United var ekki upp á marga fiska í fyrri hálfleik. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri liðsins gerði tvær breytingar í hálfleik til að reyna blása lífi í sína menn. Rashford og Bruno Fernandes komu inn á fyrir Van De Beek og Cavani.

Spilamennska Manchester United í seinni hálfleik var allt önnur. Paul Pogba jafnaði leikinn fyrir liðið með marki á 65. mínútu.

Þremur mínútum síðar kom Mason Greenwood, Manchester United með marki eftir stoðsendingu frá Alex Telles.

Röðin var síðan komin að Marcus Rashford, hann bætti við þriðja marki Manchester United á 78. mínútu og innsiglaði 1-3 sigur liðsins.

Sigur Manchester United lyftir liðinu upp í 4. sæti deildarinnar, þar er liðið með 19 stig. West Ham er í 7. sæti deildarinnar með 17 stig.

West Ham United 1 – 3 Manchester United 
1-0 Tomas Soucek (’38)
1-1 Paul Pogba (’65)
1-2 Mason Greenwood (’68)
1-3 Marcus Rashford (’78)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar