Föstudagur 26.febrúar 2021
433Sport

Sara Björk er íþróttamaður ársins – Sögulegur sigur með miklum yfirburðum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. desember 2020 20:23

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Björk Gunnarsdóttir leikmaður Lyon og íslenska landsliðsins er Íþróttamaður ársins 2020. Sigur Söru er sögulegur en aldrei hefur íþróttamaður unnið kjörið með jafn miklum yfirburðum. Þetta er í annað sinn sem Sara hlýtur þessa eftirsóttu nafnbót.

Sara Björk hlaut fullt hús stiga eða 600 stig. Þetta er tólfta sinn í 65 ára sögu kjörsins sem Íþróttamaður ársins er kosinn með fullu húsi stiga en viðkomandi er sá níundi sem afrekar það. Tuttugu meðlimir kusu árið 2009 þegar síðast var um fullt hús að ræða en sem fyrr segir kusu 30 að þessu sinni og hefur íþróttamaður ársins því aldrei fengið fullt hús frá jafnmörgum meðlimum Samtaka íþróttafréttamanna og um er að ræða metfjölda stiga. Þá er þetta einnig stærsti sigur sögunnar, 244 stiga munur.

Elísabet Gunnarsdóttir var kjörinn þjálfari ársins með yfirburðum, náði hún frábærum árangri með Kristanstad í Svíþjóð. Þá var kvennalandsliðið valið lið ársins, liðið komst inn á Evrópumótið.

Martin Hermansson, körfuboltamaður hafnaði í öðru sæti í kjörinu og Aron Pálmarsson í handbolta hafnaði í þriðja sætinu.

Alls fengu 25 íþróttamenn atkvæði í kjörinu í ár. Þar af voru 15 karlar en 10 konur. Íþróttafólk frá níu mismunandi sérsamböndum innan ÍSÍ fengu stig í kjörinu í ár. Stigin í kjörinu má sjá sundurliðuð í réttri röð hér fyrir neðan.

30 félagar eru í Samtökum íþróttafréttamanna þetta árið og tóku þeir allir þátt í kjörinu. Átta þeirra vinna fyrir Sýn, sjö þeirra hjá RÚV, fimm hjá Morgunblaðinu, þrír hjá Fotbolta.net, tveir hjá Fréttablaðinu, einn hjá 433.is, einn hjá Handbolta.is, einn hjá Viaplay, einn hjá Símanum og einn hjá Kylfingi.is.

Hver íþróttafréttamaður setur tíu nöfn íþróttafólks á blað. Sá sem settur er í efsta sæti fær 20 stig, 2. sætið gefur 15 stig, 3. sætið 10 stig, 4. sætið 7 stig, 5. sætið 6 stig, 6. sætið 5 stig, 7. sætið 4 stig, 8. sætið 3 stig, 9. sætið 2 stig og 10. sætið á hverjum atkvæðaseðli gefur 1 stig. Í kjörinu á liði og þjálfara ársins eru sett þrjú nöfn á blað. Efsta sætið gefur 5 stig, 2. sætið 3 stig og 3. sætið 1 stig

Í kjöri á þjálfara ársins gerðist það, að tveir aðilar voru með jafnmörg stig í baráttunni um þriðja sæti en sá hafði betur sem var oftar settur númer eitt á lista, samkvæmt reglum kjörsins.

Íþróttamaður ársins 2020
1. Sara Björk Gunnarsdóttir, fótbolti – 600
2. Martin Hermannsson, körfubolti – 356
3. Aron Pálmarsson, handbolti – 266
4. Anton Sveinn McKee, sund – 209
5. Bjarki Már Elísson, handbolti – 155
6. Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti – 126
7. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir – 106
8. Ingibjörg Sigurðardóttir, fótbolti – 84
9. Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti – 74
10. Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti – 66

Þjálfari ársins
1. Elísabet Gunnarsdóttir, fótbolti – 133
2. Arnar Þór Viðarsson, fótbolti – 55
3. Heimir Guðjónsson, fótbolti – 23

Lið ársins
1. Kvennalandslið Íslands í fótbolta – 148
2. 21 árs landslið Íslands í fótbolta – 84
3. Kvennalið Breiðabliks í fótbolta – 14

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rússagullið klárt fyrir kaup sumarsins

Rússagullið klárt fyrir kaup sumarsins
433Fastir pennarSport
Fyrir 10 klukkutímum
Einræði betra en eiginhagsmunir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Játar því að hafa niðurlægt kærustu sína og verður sendur á námskeið

Játar því að hafa niðurlægt kærustu sína og verður sendur á námskeið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ákæruvaldið skoðar málið – Sakaður um að hafa lamið unnustu sína eftir ásaknir um framhjáhald

Ákæruvaldið skoðar málið – Sakaður um að hafa lamið unnustu sína eftir ásaknir um framhjáhald
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ofurtölvan stokkaði spil sín – Stuðningsmenn Liverpool ekki sáttir

Ofurtölvan stokkaði spil sín – Stuðningsmenn Liverpool ekki sáttir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Evrópudeildin: Manchester United áfram í 16-liða úrslit – Leicester úr leik eftir óvænt tap

Evrópudeildin: Manchester United áfram í 16-liða úrslit – Leicester úr leik eftir óvænt tap
433Sport
Í gær

Henry segir upp – Segir veiruna og fjarveru frá börnum hafa tekið á

Henry segir upp – Segir veiruna og fjarveru frá börnum hafa tekið á
433Sport
Í gær

United ætlar að losa sig við Juan Mata í sumar – Þrjú stórlið á Ítalíu hafa áhuga

United ætlar að losa sig við Juan Mata í sumar – Þrjú stórlið á Ítalíu hafa áhuga
433Sport
Í gær

Þetta eru þeir tíu verðmætustu í heimi

Þetta eru þeir tíu verðmætustu í heimi
433Sport
Í gær

Sérhannaðir skór með Skósveinum vekja mikla athygli

Sérhannaðir skór með Skósveinum vekja mikla athygli