Það er stórleikur á Old Trafford í Meistaradeild Evrópu í kvöld þar sem Manchester United tryggir sig áfram í 16 liða úrslit með jafntefli.
PSG þarf að sækja til sigurs en liðið hefur sex stig líkt og RB Leipzig sem heldur til Tyrklands í dag.
Búist er við að Edinson Cavani komi inn í byrjunarlið United og mæti þar sínum gömlu félögum í PSG. Kylian Mbappe og Neymar eru heilir heilsu og ættu að byrja.
David De Gea hefur náð heilsu eftir smávægileg meiðsli um helgina en Independent telur að Dean Henderson byrji í kvöld.
Líkleg byrjunarlið eru hér að neðan.
Man United: Henderson; Wan-Bissaka, Lindelof, Maguire, Telles; Fred, Matic, Van de Beek; Fernandes; Rashford, Cavani
PSG: Navas; Florenzi, Diallo, Kimpembe, Bakker; Verratti, Marquinhos, Herrera; Di Maria, Mbappe, Neymar