fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Lét þjálfarann heyra það til þess að komast burt – „Mér fannst það glatað“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 13. desember 2020 13:00

Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski leikmaðurinn Nicklas Bendtner lék um tíma með Arsenal í efstu deild Englands. Árið 2013 vildi Bendtner fara frá félaginu og ganga til liðs við Crystal Palace.

Arsene Wenger, þjálfari Arsenal á þessum tíma, vildi þó ekki leyfa Bendtner að fara frá Arsenal þar sem liðið var ekki með neinn leikmann til að fylla í skarðið fyrir hann. „Því miður, þú getur ekki farið,“ sagði Wenger við Bendtner. „Mér fannst það glatað, ég var búinn að bíða í heila viku eftir því að fara,“ segir Bendtner í viðtali við fótboltatímaritið FourFourTwo.

Eftir þetta ákvað Bendtner að hrauna fúkyrðum yfir þjálfarann svo hann myndi leyfa honum að fara. Bendtner notaði orð eins og wanker og asshole til að reyna að móðga Wenger. „Það virkaði ekki,“ segir Bendtner. Hann fékk þó að fara frá félaginu næsta sumar en þá rann samningur hans við félagið út. Bendtner gekk þá til liðs við þýska félagið Wolfsburg og gekk ágætlega þar.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli