fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Liverpool komnir í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar – Porto einnig öruggir áfram

Sóley Guðmundsdóttir
Þriðjudaginn 1. desember 2020 22:17

Curtis Jones skoraði sigurmark Liverpool. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex leikjum var að ljúka í fimmtu umferð Meistaradeildar Evrópu.

Í A-riðli tók Atlético Madrid á móti Bayern Munchen. Bayern voru búnir að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir leikinn. Atlético þurftu á sigri að halda til að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum. Það tókst ekki því leiknum lauk með 1-1 jafntefli. João Félix skoraði mark Atlético og Thomas Müller jafnaði undir lok leiks fyrir Bayern úr vítaspyrnu.

Í B-riðli tók Borussia Mönchengladbach á móti Inter Milan. Leiknum lauk með 2-3 sigri Inter Milan. B-riðill er galopinn því öll lið eiga möguleika á sæti í 16-liða úrslitum. Borussia Mönchengladbach eru á toppnum með átta stig, Shaktar Donetsk og Real Madrid, sem áttust við fyrr í dag, eru í öðru og þriðja sæti bæði með sjö stig og Inter Milan er neðst með fimm stig. Öll liðin eiga einn leik eftir í riðlinum.

Í C-riðli mættust Porto og Manchester City annars vegar og Marseille og Olympiakos Piraeus hins vegar. Leik Porto og City lauk með markalausu jafntefli. Marseille sigraði Olympiakos Piraeus með tveimur mörkum gegn einu. MAnchester City og Porto. City hafði tryggt sé sæti í 16-liða úrslitum fyrir leikinn. Porto hefur nú einnig tryggt sæti sitt.

Í D-riðli tók Liverpool á móti Ajax og Atalanta tók á móti Midtjylland. Liverpool sigraði Ajax með einu marki gegn engu og tryggðu sér þar með sæti í 16-liða úrslitum. Curtis Jones skoraði sigurmarkið eftir dýrkeypt mistök hjá markmanni Ajax. Midtjylland og Atalanta gerðu 1-1 jafntefli. Atalanta og Ajax eiga bæði enn möguleika á sæti í 16-liða úrslitum. Mikael Anderson spilaði allan leikinn í liði Midtjylland.

Hægt er að sjá stöðuna í öllum riðlum með því að smella hér.

A-riðill:

Atlético Madrid 1 – 1 Bayern Munchen
1-0 João Félix (26′)
1-1 Thomas Müller (86′)(Víti)

B-riðill:

Borussia Mönchengladbach 2 – 3 Inter Milan
0-1 Matteo Darmian (17′)
1-1 Alassane Pléa (45+1′)
1-2 Romelu Lukaku (64′)
1-3 Romelu Lukaku (73′)
2-3 Alassane Pléa (76′)

C-riðill:

Porto 0 – 0 Manchester City

Olympique Marseille 2 – 1 Olympiakos Piraeus
0-1 Mady Camara (33′)
1-1 Dimitri Payet (55′)(Víti)
2-1 Dimitri Payet (75′)(Víti)

D-riðill:

Liverpool 1 – 0 Ajax
1-0 Curtis Jones (58′)

Atalanta 1 – 1 Midtjylland
0-1 Alexander Scholz (13′)
1-1 Cristian Romero (79′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn syrgir Age Hareide – „Svo ótrúlega sorgmæddur“

Knattspyrnuheimurinn syrgir Age Hareide – „Svo ótrúlega sorgmæddur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Age Hareide er látinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hilmar Árni verður aðstoðarmaður Óskars í Vesturbænum

Hilmar Árni verður aðstoðarmaður Óskars í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lýsir áhyggjum af stöðunni í Eyjum – „Alvarlegt merki um að kerfið sé ekki að þjóna öllum börnum jafnt“

Lýsir áhyggjum af stöðunni í Eyjum – „Alvarlegt merki um að kerfið sé ekki að þjóna öllum börnum jafnt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hættir Guardiola næsta sumar? – City skoðar arftaka og Maresca er á blaði

Hættir Guardiola næsta sumar? – City skoðar arftaka og Maresca er á blaði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Roy Keane urðar yfir Mainoo og bróðir hans – Telur allar líkur á að hann hafi vitað af uppátæki hans

Roy Keane urðar yfir Mainoo og bróðir hans – Telur allar líkur á að hann hafi vitað af uppátæki hans
433Sport
Í gær

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi
433Sport
Í gær

Guardiola lokar vinsælum stað sínum vegna hækkandi skatta

Guardiola lokar vinsælum stað sínum vegna hækkandi skatta