fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Arnar stefnir á kaffibolla með Kolbeini Sigþórssyni: „Djöfull væri gaman að sjá hann í Víkinni“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. desember 2020 12:38

Kolbeinn Sigþórsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings mun skoða það hvort félagið geti fengið Kolbein Sigþórsson markahæsta leikmann í sögu íslenska landsliðsins til félagsins.

Kolbeinn sem er þrítugur hefur rift samningi sínum við AIK í Svíþjóð en báðir aðilar komust að slíku samkomulagi. Kolbeinn ólst upp í Víkinni.

„Ég mun klárlega heyra í honum, fyrst og fremst svekkjandi hvernig ferill hans hefur þróast. Maður óskar þess heitt og innilega að hvað sem hann gerir, að hann finni ánægjuna og verði heill,“ sagði Arnar á fréttamannafundi í Víkinni í dag eftir að Kári Árnason og Þórður Ingason höfðu framlengt samninga sína við félagið.

Kolbeinn hefur glímt við talsvert af meiðslum síðustu ár og óvíst er hvaða skref hann tekur á ferlinum.

„70 prósent Kolbeinn Sigþórsson er mjög góður fyrir íslenska landsliðið, ef hann ákveður að koma heim þá krefjumst við þess að hann tali við okkur.“

„Við heyrum í honum, kannski tekur maður kaffibolla með honum þegar hann kemur heim. Kolbeinn á nóg eftir, hann er þrítugur. Það er enginn aldur, hans leikstíll hefur ekki byggst upp á hraða. Djöfull væri gaman að sjá hann í Víkinni, ég neita því ekki.“

Viðtalið við Arnar er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Magnaður Salah setti met í ensku úrvalsdeildinni

Magnaður Salah setti met í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“