fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

KSÍ mun ekki aðhafast í meintum brotum Vals og Leiknis um helgina

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 3. nóvember 2020 18:00

Frá fögnuði Leiknis um helgina. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ mun ekki aðhafast í meintum brotum Vals og Leiknis um liðna helgar þar sem sóttvarnarreglur virtust brotnar ítrekað þegar félögin fögnuðu endalokum Íslandsmótsins. Valur varð Íslandsmeistari í karlaflokki og Leikir komst upp í efstu deild í annað sinn í sögu félagsins.

Þegar KSÍ ákvað að hætta leik var mikið fagnað á Hlíðarenda og í Breiðholti og reglurnar virtust gleymast. Lögreglan er með málið á borði sínu en Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ mun ekki senda málið til aga og úrskurðar nefndar sambandsins. Þetta staðfestir Klara í samtali við 433.is.

Meira:
Kampavínið flæddi út um allt þegar Breiðhyltingar brutu sóttvarnareglur í gær – Sjáðu myndskeiðið

KSÍ hefur heimild til að þess að vísa málum til nefndarinnar þrátt fyrir að þau gerist utan vallar, þannig hafa þjálfarar í sumar verið sektaðir fyrir ummæli t.d í hlaðvarpsþáttum og í dómi um þau var sagt í dómi. „..Ósæmileg að mati framkvæmdastjóra og með þeim hafi álit almennings á íþróttinni og starf knattspyrnuhreyfingarinnar rýrt.“

Meira:
Reglur um samkomutakmarkanir mölbrotnar á Hlíðarenda í gær – Sjáðu myndskeiðið

Svar Klöru við fyrirspurn um málið:
Í reglugerð um aga-og úrskurðarmál, grein 6.2 kemur fram að framkvæmdastjóri geti beint málum til nefndarinnar í þeim tilfellum sem aðrir fjalla ekki um þau sbr.

6.2. Jafnframt úrskurðar nefndin um önnur mál sem framkvæmdastjóri KSÍ eða aðrir, sem til þess hafa heimild, beina til nefndarinnar eða nefndin telur ástæðu til að hafa afskipti af vegna knattspyrnuleikja sem fram fara á Íslandi enda fjalli ekki aðrir um þau.

Varðandi þau tilfelli sem þú vísar til í fyrirspurn þinni er um að ræða brot á sóttvarnarreglum sem eru nú til rannsóknar hjá þar til bærum yfirvöldum.

Undirrituð mun ekki vísa þessum málum til aga-og úrskurðarnefndar á grundvelli heimildar í grein 21.1 í reglugerð KSÍ um aga-og úrskurðarmál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ronaldo nefnir það versta við Sádi-Arabíu

Ronaldo nefnir það versta við Sádi-Arabíu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool vann Real Madrid – Ríkjandi meistarar töpuðu

Liverpool vann Real Madrid – Ríkjandi meistarar töpuðu