fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
433Sport

Stoltur að hafa hjálpað Maradona að skora mark aldarinnar

Sóley Guðmundsdóttir
Föstudaginn 27. nóvember 2020 21:00

Argentína - England á HM 1986. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómarinn úr leik Englands og Argentínu á HM 1986 segist stoltur af því að hafa hjálpað Diego Maradona að skora mark aldarinnar í þessum fræga leik.

Eins og flestir vita lést Maradona úr hjartaáfalli aðeins sextugur að aldri þann 25. nóvember. Hann var einn besti fótboltamaður sem uppi hefur verið og skoraði einnig eitt umdeildasta mark sem hefur verið skorað.

Dómarinn kemur frá Túnis og heitir Ali Bin Nasser. Hann segir frá atvikinu í viðtali við BBC. „Hann fékk boltann í kringum miðjuna og ég fylgdi honum vel eftir. Þegar þú ert að dæma hjá Maradona máttu ekki taka augun af honum. Þeir reyndu að taka hann niður í þrígang en löngun hans eftir sigri ýtti honum áfram. Ég öskraði „hagnaður“ í hvert skipti þar til hann komst inn í teig.

Ég horfði á, þar sem ég var fyrir utan vítateiginn, og hugsaði hvernig hann hristi af sér þrjá varnarmenn og spretti næstum 50 metra. Ég hugsaði með mér að nú myndu varnarmennirnir taka hann niður. Ég bjóst við því og var tilbúinn að dæma víti.

Hann lék framhjá öðrum varnarmanni og hafði betur gegn markmanninum og skoraði mark sem varð síðar kosið mark aldarinnar.“

Bin Nasser bætir við að ef hann hefði flautað aukaspyrnu á eitthvað af brotunum sem Maradona varð fyrir í aðdraganda marksins hefðum við ekki orðið vitni að einhverju svona stórbrotnu. „Að hafa látið hagnaðarregluna gilda er eitt af mínum stoltustu afrekum.“

Á þessu augnabliki snéri Maradona baki í Bin Nasser og í átt að aðstoðadómara hans. Aðstoðadómarinn hikaði ekki og dæmdi mark. Bin Nasser segist hafa hikað og litið á aðstoðardómarann. „Leiðbeiningarnar sem FIFA gaf okkur fyrir leikinn voru skýrar. Ef aðstoðardómari væri í betri stöðu en ég sjálfur átti ég að bera virðingu fyrir ákvörðun hans.“

Hér að neðan má sjá mark aldarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Valdimar Ingimundarson seldur til Sogndal

Valdimar Ingimundarson seldur til Sogndal
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir frá því þegar hann reyndi að sannfæra Gerrard um að koma til United

Segir frá því þegar hann reyndi að sannfæra Gerrard um að koma til United
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ráða fyrrum hermenn til starfa til að vernda heimili sín

Ráða fyrrum hermenn til starfa til að vernda heimili sín
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta eru stjörnurnar að dunda sér við í fríinu í Dubai

Þetta eru stjörnurnar að dunda sér við í fríinu í Dubai
433Sport
Í gær

Tveir handteknir

Tveir handteknir
433Sport
Í gær

Var fljótur að bregðast við þegar reynt var að stela af barninu

Var fljótur að bregðast við þegar reynt var að stela af barninu