fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Jón Þór: „Við kláruðum þennan leik frábærlega“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 21:04

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var að vonum ánægður eftir 1-3 endurkomusigur liðsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM í kvöld. Sigurinn þýðir að íslenska liðið á ennþá góða möguleika á sæti í lokakeppni EM.

„Ég er hæst ánægður með sigurinn og stigin þrjú. En við vitum það að fyrri hálfleikurinn var ekki boðlegur. Hann var sá lélegasti held ég síðan ég tók við,“ sagði landsliðsþjálfarinn í viðtali eftir leik.

Hann hrósar spilamennsku liðsins í seinni hálfleik sem og karakter liðsins.

„Seinni hálfleikurinn var vel spilaður og bara þvílíkur karakter í þessu liði. Munurinn, baráttan og spilið var allt annað í seinni hálfleik en í þeim fyrri. Við kláruðum þennan leik frábærlega sem er þvílíkur karaktersigur,“ sagði Jón Þór

Endurkoma liðsins í leiknum heillaði landsliðsþjálfarann.

„Það sem ég tek jákvætt úr þessum leik er þessi endurkoma, hvernig við komum til baka í þennan leik og náum að snúa þessu svona rækilega við,“ sagði Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari eftir leik.

Næsti leikur liðsins er við Ungverjaland þann 1. desember.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Stefán furðar sig á þessum stuðningsmannahópi – „Hrína eins og stungnir grísir“

Stefán furðar sig á þessum stuðningsmannahópi – „Hrína eins og stungnir grísir“
433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Fær að æfa með stóru félagi tæpu ári eftir alvarlegt slys

Fær að æfa með stóru félagi tæpu ári eftir alvarlegt slys
433Sport
Í gær

Varpar fram kenningu um hvers vegna Salah gerði allt vitlaust – „Ég á rosalega bágt með að sjá það“

Varpar fram kenningu um hvers vegna Salah gerði allt vitlaust – „Ég á rosalega bágt með að sjá það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt í titilbaráttu og á besta skriðinu í yfir hundrað ár

Óvænt í titilbaráttu og á besta skriðinu í yfir hundrað ár
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur