fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Mögnuð tölfræði Bruno Fernandes – Skákar þeim allra bestu við

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var líf og fjör í Meistaradeild Evrópu í gær. Manchester United vann 4-1 sigur á tyrkneska liðinu Istanbul Basaksehir. Leikið var á Old Trafford. Bruno Fernandes kom heimamönnum yfir með marki á 7. mínútu. Hann var síðan aftur á ferðinni er hann tvöfaldaði forystu United með marki á 19. mínútu.

Marcus Rashford bætti síðan við þriðja marki United úr vítaspyrnu á 35. mínútu. Á 75. mínútu minnkaði Deniz Turuc muninn fyrir Istanbul en nær komust gestirnir þó ekki. Daniel James innsiglaði 4-1 sigur United með marki á 92.mínútu.

Seinna mark Bruno Fernandes var hans 21 mark í 35 leikjum fyrir félagið. Fernandes gekk í raðir United í lok janúar á þessu ári og hóf að spila með félaginu í febrúar.

Frá því að Fernandes kom til félagsins hefur enginn leikmaður í enska boltanum komið að fleiri mörkum. Bruno hefur komið að 34 mörkum í 35 leikjum fyrir United.

Harry Kane hefur komið að 31 marki fyrir Tottenham en hefur spilað ellefu leikjum minna. Kevin de Bruyne sem að flestra mati er besti miðjumaður enska boltans hefur komið að 23 mörkum í 29 leikjum með Manchester City.

Tölfræði um þetta er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona