fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Ísak Bergmann sagður kosta tæpa 2 milljarða

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 08:30

Ísak og Jói Kalli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt erlendum fjölmiðlum er Juventus í bílstjórasætinu um Ísak Bergmann Jóhannesson 17 ára íslenskan knattspyrnumann. Ísak hefur slegið í gegn með sænska félaginu Norrköping á þessu ári.

Ísak sem ólst upp á Akranesi hefur spilað með sænska félaginu síðustu tvö ár, hann hefur verið lykilmaður hjá Norrköping og einn besti leikmaður sænsku deildarinnar.

Fjöldi stórliða hefur áhuga á Ísaki en enska blaðið Mirror segir að Juventus leiði kapphlaupið. Real Madrid, Liverpool og Manchester United hafa fylgst með framgöngu hans í ár.

Ensk blöð segja að Ísak muni kosta í kringum 10 milljónir punda eða 1,8 milljarð íslenskra króna. Norköpping sé tilbúið að taka tilboði sem gefi félaginu 5 milljónir punda í vasann um leið og Ísak fer og svo verði hinn helmingurinn árangurstengdur.

Talið er næsta víst að Ísak Bergmann verði seldur frá Norrköping í janúar en þá gæt stór upphæð farið til ÍA, uppeldisfélags hans.

Mirror segir að Ole Gunnar Solskjær hrífist af Ísaki og að Manchester Untied hafi nú í tæpt ár fylgst með framgöngu hans. Ísak er stuðningsmaður Manchester United en hann bjó í borginni þegar Jóhannes Karl Guðjónsson faðir hans lék með Burnley og Huddersfield.

Ísak lék sinn fyrsta A-landsleik á dögunum þegar Ísland tapaði á Wembley gegn Englandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Í gær

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Í gær

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík