fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
433Sport

Erling Haaland besti ungi leikmaður Evrópu

Sóley Guðmundsdóttir
Laugardaginn 21. nóvember 2020 15:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norðmaðurinn Erling Braut Haaland hefur hlotið nafnbótina Gull strákurinn (e. Golden boy) sem besti leikmaður undir 21 árs sem leikur í efstu deild í Evrópu. Verðlaunin eru veitt af Evrópskum íþróttafréttamönnum. BBC segir frá.

Haaland spilar með þýska liðinu Borussia Dortmund. Hjá Dortmund hefur Haaland spilað 29 leiki og skorað 27 mörk, þar af 21 leik í þýsku deildinni og skorað í þeim 19 mörk.

Haaland hefur spilað sjö leiki fyrir norska landsliðið og fjölda leikja fyrir yngri landslið Noregs.

Aðrir leikmenn sem komu til greina sem Gull strákurinn voru Ansu Fati leikmaður Barcelona, Alphonso Davies leikmaður Bayern Munich, Jado Sancho samherji Haaland hjá Dortmund og Mason Greenwood leikmaður Manchester United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var
433Sport
Í gær

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar
433Sport
Í gær

Fjórir leikmenn fjarverandi hjá United í kvöld

Fjórir leikmenn fjarverandi hjá United í kvöld