fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

City kvartaði til Sky vegna Roy Keane – Heyrðu ummælin sem pirra marga

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 10:30

Roy Keane /GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City hefur sent formlega kvörtun til Sky Sports vegna Roy Keane og hvernig hann talaði um Kyle Walker bakvörði félagsins á dögunum.

Keane var ómyrkur í máli þegar Walker gaf vítaspyrnu í 1-1 jafntefli við Liverpool fyrir rúmri víku síðan.

Sérfræðingar í setti hjá SkySports ræddu um vítaspyrnudóminn. Meðal sérfræðinganna var Keane, fyrrum leikmaður Manchester United. Stjórnandi útsendingarinnar spurði Roy Keane hvernig Mané hafi fengið vítaspyrnuna.

„Hann er að spila á móti hálfvita. Kyle Walker er 30 ára gamall, landsliðsmaður og hann heldur áfram að gera svona mistök aftur og aftur,“ var svar Roy Keane við spurningunni.

Forráðamenn City eru ekki ánægðir með að sérfræðingur leyfi sér að nota svona talsmáta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga