fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
433Sport

Ákvörðun Rúriks vekur heimsathygli – Ensk blöð segja frá konu sem vildi kaupa sæðið hans

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. nóvember 2020 08:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Íslenska stjarnan Rúrik Gíslason er það mikill hjartaknúsari að hann hefur fengið tilboð frá konum sem vilja kaupa sæðið hans. Þessi 32 ára gamli maður hefur ákveðið að hætta í fótbolta og hefur áhuga á að gerast leikari,“ það er svona sem umfjöllun The Sun í Englandi hefst. Þar er fjallað um þá ákvörðun að Rúrik Gíslason sé hættur í knattspyrnu.

Rúrik lék síðast með Sandhausen í Þýskalandi en samningur hans þar rann út í sumar. Á ferli sínum lék Rúrik með Anderlecht, Charlton, FCK og fleiri liðum.

„Fótboltalega séð er akkúrat ekkert fram undan. Ég tók þá ákvörðun fyrir dálitlu síðan að skórnir færu bara einfaldlega á hilluna. Það er stór ákvörðun og auðvitað útilokar maður aldrei að skórnir verði teknir niður af hillunni einhvern tímann aftur það verður ekki núna,“ sagði Rúrik um hvað væri framundan.

Hann lék 53 leiki fyrir íslenska A-landsliðið og skoraði þrjú mörk. Rúrik öðlaðist heimsfrægð fyrir tveimur árum þegar Ísland lék á HM í Rússlandi.

Fleiri erlendir miðlar fjalla um ákvörðun Rúriks. „Fyrrum leikmaður Charlton varð heimsfrægur á einni nóttu á HM 2018 og er með yfir 700 þúsund fylgjendur á Instagram,“ segir í Frétt The Sun.

Kona vildi kaupa sæðið hans:

Í frétt The Sun er fjallað um að kona hafi viljað kaupa sæði hans eftir HM í Rússlandi. Rúrik varð þá heimsfrægur og sérstaklega í Suður-Ameríku eftir að hafa komið inn sem varamaður í fyrsta leik gegn Argentínu.

„Eftir leikinn fór ég að skoða símann, það var mikið af fyrirspurnum um hitt og þetta. Ein af þeim var um hvort ég væri til í að leggja til sæðið mitt,“ er haft eftir Rúrik.

Rúrik er byrjaður að láta að sér kveða í viðskiptum en hann á hlut í Glacier Gin og Bökk fatalínunni. „Það er margt áhugavert í gangi fyrir framtíðina og ég þarf að taka ákvörðun um hvað ég geri,“ sagði Rúrik.

 

View this post on Instagram

 

Admiring my GG&T , Glacier gin and tonic. Shot by the fantastic @thrainnko for @theglaciergin Hope you all had a lovely weekend 🙏

A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mourinho á sér draum um endurkomu á Old Trafford í sumar

Mourinho á sér draum um endurkomu á Old Trafford í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978
433Sport
Í gær

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar