fbpx
Sunnudagur 29.nóvember 2020
433Sport

Grét fyrir framan Wenger – „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 28. október 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexander Hleb, fyrrum leikmaður Arsenal og Barcelona, segist hafa grátið þegar hann ræddi við Arsene Wenger, þáverandi knattspyrnustjóra Arsenal áður en hann gekk til liðs við Barcelona árið 2008.

„Ég grét þegar að ég talaði við Wenger. Við töluðum saman í fríinu áður en ég fór frá Arsenal. Hann sagðist vilja halda mér hjá félaginu og að ég væri mikilvægur hluti af liðinu. Ég bara grét, ég vissi ekki hvað ég átti að gera á þessum tíma,“ sagði Hleb í hlaðvarpinu In Lockdown.

Hleb lék á sínum tíma 130 leiki fyrir Arsenal og var elskaður meðal stuðningsmanna félagsins. Barcelona keypti Hleb á 13.5 milljónir punda.

Hjá Barcelona vann Hleb allt sem var í boði, spænsku deildina og Meistaradeild Evrópu þar á meðal. Hins vegar spilaði hann aðeins 19 leiki á fjórum árum hjá félaginu. Hann segist ekki vera viss um að félagsskiptin til Barcelona hafi verið góð ákvörðun.

„Ég skil ekki enn þá hvað gerðist á þessum tíma og afhverju ég tók þá ákvörðun að yfirgefa Arsenal. Barcelona var að sjálfsögðu besta lið í heiminum á þessum tíma en ég var samt sem áður mjög ánægður hjá Arsenal,“ sagði Hleb.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu blóðheitan Jurgen Klopp eftir leik – „Þetta er stærra vandamál“

Sjáðu blóðheitan Jurgen Klopp eftir leik – „Þetta er stærra vandamál“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Birkir Bjarna lét reka sig út af eftir fjórar mínútur í tapi

Birkir Bjarna lét reka sig út af eftir fjórar mínútur í tapi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bjartur ósáttur með grín vegna kórónuveiruhræðslu – „Menn vilja stundum leggjast lágt“

Bjartur ósáttur með grín vegna kórónuveiruhræðslu – „Menn vilja stundum leggjast lágt“
433Sport
Í gær

Newcastle stal sigrinum í lokin

Newcastle stal sigrinum í lokin