Leikið var í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Viðar Örn Kjartansson var í byrjunarliði Vålerenga og Valdimar Ingimundarson og Ari Leifsson komu inn á á 78. mínútu þegar lið þeirra Strømsgodset heimsótti Molde. Matthías Vilhjálmsson kom einnig við sögu hjá Vålerenga.
Strømsgodset þurfti að þola 2-1 tap gegn Molde. Fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr en á 70. mínútu. Martin Ellingsen kom þá boltanum í netið. Leke James tvöfaldaði forystuna fyrir Molde með marki á 92. mínútu. Valdimar Ingimundarson náði að setja mark sitt á leikinn með marki á 85. mínútu. Nær komst Strømsgodset ekki.
Molde er í öðru sæti með 43 stig og Strømsgodset er í 12. sæti með 24 stig.
Vålerenga tók á móti Kristiansund. Viðar Örn hélt uppteknum hætti og skoraði eina mark Vålerenga á 59. mínútu. Kristiansund jafnaði metin á 82. mínútu með marki frá Bendik Bye. Matthías Vilhjálmsson kom inn á fyrir Viðar Örn á 80. mínútu.
Vålerenga er í fjórða sæti með 39 stig og Kristiansund er í því sjötta með 36 stig.
Molde 2 – 1 Strømsgodset
1-0 Martin Ellingsen (70′)
2-0 Leke James (82′)
2-1 Valdimar Ingimundarson (85′)
Vålerenga 1 – 1 Kristiansund
1-0 Viðar Örn Kjartansson (59′)
1-1 Bendik Bye (82′)