Arsenal tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Rúnar Alex sat allan tímann á varamannabekk Arsenal.
Leikurinn fór líflega af stað. Lacazette kom boltanum í netið fyrir Arsenal í upphafi leiks en var rangstæður. Lacazette fékk annað tækifæri eftir hálftíma leik til að skora en lét dauðafæri fara forgörðum.
Ekkert var skorað í fyrri hálfleik. Jamie Vardy kom inn á fyrir Leicester á 60. mínútu. Hann gerði gæfumuninn. Eina mark leiksins skoraði varamaðurinn Jamie Vardy á 80. mínútu og tryggði Leicester stigin þrjú.
Leicester er nú í fjórða sæti með 12 stig á meðan Arsenal er í því tíunda með níu stig.
Arsenal 0 – 1 Leicester
0-1 Jamie Vardy (80′)