Jack Robinson, leikmaður Sheffield United, var á sínum tíma yngsti leikmaður til að spila fyrir Liverpool.
Liverpool tekur á móti Sheffield í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Þetta verður í fyrsta sinn sem Robinson mætir á sinn gamla heimavöll síðan hann spilaði með Liverpool.
Jack Robinson var aðeins 16 ára og 250 daga þegar hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Liverpool árið 2010.
Í viðtali við Sky Sports segist Robinson vera viss um að það verði tilfinningaþrungin stund að mæta á Anfield. „Þetta er eitthvað sem ég hef hlakkað til í einhvern tíma. Þetta var eitt af fyrstu markmiðunum sem ég setti mér eftir fyrstu stóru meiðslin. Mig langaði að reyna að komast hingað aftur. Þetta er staður sem þú vilt spila á. Þetta er staður þar sem þú vilt sýna fólki hvers þú ert megnugur.“