fbpx
Fimmtudagur 03.desember 2020
433Sport

Blikar staðfesta kaup á Arnari Núma

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 23. október 2020 16:28

Mynd/Blikar.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn ungi og efnilegi Arnar Númi Gíslason, fæddur 2004, hefur gengið til liðs við Breiðablik frá Haukum. Arnar Númi er sóknarsinnaður leikmaður.

Arnar Númi átti tvö ár eftir af samningi sínum við Hauka og því þurfti Breiðablik að borga fyrir þennan 15 ára pillt.

Arnar Númi hefur komið við sögu í fjórum leikjum með Haukum í 2 deild í sumar og hefur vakið athygli fyrir mikinn hraða og leikni.

Arnar Númi hefur vakið áhuga erlendra liða og var meðal annars til reynslu hjá Nordsjælland í Danmörku á síðasta ári.

Arnar er sóknarsinnaður leikmaður sem getur leyst nokkrar stöður en hann á að baki fjóra leiki fyrir U17 ára landslið Íslands.

Yfirlýsing Hauka:
Knattspyrnudeild Hauka óskar Núma góðs gengis og velfarnaðar hjá Breiðabliki sem er fjölmennasta og ein öflugasta knattspyrnudeild landsins. Númi er einn af fjölmörgum efnilegum iðkendum í barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar Hauka sem leggur ríka áherslu á öflugt fagstarf.

Það er von knattspyrnudeildar Hauka að þetta skref Núma verði honum gæfuríkt á ferli sem er rétt að byrja. Hann fetar með þessu í slóð landsliðskvennanna Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Alexöndru Jóhannsdóttur.

Stjórn knattspyrnudeildar Hauka þakkar stjórn og starfsfólki Breiðabliks fyrir gott samstarf við þessi félagaskipti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir Klopp nýta sér fjölmiðla líkt og Ferguson til að stjórna umræðunni

Segir Klopp nýta sér fjölmiðla líkt og Ferguson til að stjórna umræðunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ráðningarferlið í fullum gangi – Skoða íslenska og erlenda kosti

Ráðningarferlið í fullum gangi – Skoða íslenska og erlenda kosti
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stefnir í ótrúlega endurkomu Wilshere til Arsenal

Stefnir í ótrúlega endurkomu Wilshere til Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fjórir leikir Zidane til að bjarga starfinu – Pochettino bíður og vonar

Fjórir leikir Zidane til að bjarga starfinu – Pochettino bíður og vonar
433Sport
Í gær

Shaktar Donetsk og Salzburg halda sér á lífi í Meistaradeildinni

Shaktar Donetsk og Salzburg halda sér á lífi í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Alisson ekki með Liverpool vegna meiðsla – Kelleher spilar sinn fyrsta Meistaradeildarleik

Alisson ekki með Liverpool vegna meiðsla – Kelleher spilar sinn fyrsta Meistaradeildarleik
433Sport
Í gær

Stelpurnar bíða frétta um örlög sín eftir glæsimark Berglindar í Ungverjalandi

Stelpurnar bíða frétta um örlög sín eftir glæsimark Berglindar í Ungverjalandi
433Sport
Í gær

Kolbeinn leitar að nýju félagi – Samkomulag um að rifta samningi hans í Svíþjóð

Kolbeinn leitar að nýju félagi – Samkomulag um að rifta samningi hans í Svíþjóð