fbpx
Þriðjudagur 20.október 2020
433Sport

Víðir óhress með grímulaust faðmlag Þorgríms – „Þetta er sérstaklega slæmt fyrir mig“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 15. október 2020 11:50

Freyr og Hamren í glugganum í gær. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að það hafi verið gerð að mistök þegar Erik Hamrén og Frey Alexanderssyni, þjálfurum íslenska landsliðsins í fótbolta hafi verið leyft að vera á Laugardalsvelli í gær þrátt fyrir að vera í sóttkví. Ísland mætti þá Belgíu í Þjóðadeildinni en Víðir veitti undanþágu á það að Erik Hamren og Freyr gætu farið á völlinn. Þeir horfðu á leikinn í glerbúri, allt starfsliðs karlalandsliðsins var í sóttkví vegna smits hjá Þorgrími Þráinssyni.

„Við höfum margoft talað um það í okkar máli að við munum aldrei komast í gegnum þennan faraldur án þess að gera mistök. Ég gerði mistök varðandi undanþágur sem veittar voru þjálfurum íslenska karlalandsliðsins í gær,“ sagði Víðir á fundinum.

Hamren og Freyr fengu undanþáguna í gegn en Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir setti síðan út á það. „Þeir voru í sóttkví og ég taldi að það umhverfi sem allir starfsmenn landsliðsins voru í og við köllum vinnusóttkví væri nægjanlegt til þess að þetta væri heimilt. Sóttvarnarlæknir hefur bent mér á það í morgun að þetta sé ekki rétt og þeir hefðu ekki átt að fá þetta leyfi..“

Víðir benti máli sínu til stuðnings á þá stöðu sem aðrir aðilar samfélagsins eru í . „Fjölmargir eru í sóttkví á Íslandi sem ekki hafa neina heimild til að vera á ferðinni og þetta var afskaplega slæmt fordæmi. Ég tek á mig alla ábyrgð á þessu máli og þetta er sérstaklega slæmt fyrir mig vegna minni fyrri tenginga við íþróttastarfið,“ sagði Víðir sem áður starfaði hjá KSÍ.

Þá er hann óhress með Þorgrím Þráinsson liðsins sem braut reglur um sóttvarnir þegar hann faðmaði leikmenn án grímu eftir sigurinn á Rúmeníu á fimmtudag.

„Annað þessu tengt. Í fréttum í morgun kemur fram mynd sem sýnir fögnuð starfsmanna og leikmanna knattspyrnusambandsins eftir landsleik í síðustu viku. Samkvæmt þeim reglum sem knattspyrnusambandið hafði kynnt okkur og þær undanþágur varðandi sóttkví og framkvæmd leiksins sem KSÍ fékk með svokallaðri vinnusóttkví, var okkar skilningur að leitast eftir því að ekki yrði blöndun má milli hópa og hólfa við framkvæmd leikja. Þegar slíkt væri nauðsynlegt væri sérstaklega gætt að sóttvörnum. Á þeirri mynd sem birtist með fréttunum er slíku ekki fylgt. Og þetta eru fyrst og fremst vonbrigði,“ sagði Víðir um málið.

Hann útilokaði ekki að sektað yrði fyrir þetta. „Við eigum eftir að skoða það hvers eðlis þetta brot er. Hvort þetta er eingöngu brot á þeim reglum sem gilda hjá UEFA, á okkar undanþágu eða hvort þetta teygir sig alveg í það að vera brot á sóttvarnareglum. Það á eftir að fara yfir það.“

„Samkvæmt reglum UEFA og íslenskum reglum sem KSÍ vinnur eftir er starfsmönnum landsliðsins og leikmönnum ekki heimilt að knúsast og faðmast eftir leiki,“ segir í frétt sem Benedikt Bóas Hinriksson skrifar og birtist á forsíðu Fréttablaðsins í dag.

Með fréttinni er birt mynd af Þorgrími að knúsa Aron Einar Gunnarsson fyrirliða liðsins eftir að Ísland tryggði sér sæti í úrslitaleik um laust sæti á Evrópumótinu. „Þorgrímur braut því reglur UEFA með því að arka inn á völlinn og knúsa þar leikmenn, grímulaus,“ skrifar Benedikt Bóas.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Virgil van Dijk og Nemanja Vidic berjast um titilinn „besti varnarmaður sögunnar“ á Englandi

Virgil van Dijk og Nemanja Vidic berjast um titilinn „besti varnarmaður sögunnar“ á Englandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lögreglan skoðar málið eftir að fjöldi fólks óskaði liðsfélaga Gylfa lífláti

Lögreglan skoðar málið eftir að fjöldi fólks óskaði liðsfélaga Gylfa lífláti
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

VAR dómarinn í Bítlaborginni gerði mistök í febrúar og var þá vikið úr starfi

VAR dómarinn í Bítlaborginni gerði mistök í febrúar og var þá vikið úr starfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu samanburðinn – Liverpool með og án Van Dijk

Sjáðu samanburðinn – Liverpool með og án Van Dijk
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dæmdur fyrir að taka þátt í hópnauðgun en hafnar öllu – „Ég sé eftir því að hafa haldið framhjá“

Dæmdur fyrir að taka þátt í hópnauðgun en hafnar öllu – „Ég sé eftir því að hafa haldið framhjá“
433Sport
Í gær

Stíf fundarhöld hjá KSÍ í dag – Ákvörðun gæti legið fyrir síðdegis

Stíf fundarhöld hjá KSÍ í dag – Ákvörðun gæti legið fyrir síðdegis
433Sport
Í gær

Segir ekkert annað í boði en að rífa upp veskið eftir meiðsli Van Dijk

Segir ekkert annað í boði en að rífa upp veskið eftir meiðsli Van Dijk
433Sport
Í gær

Viðar Örn skoraði tvö mörk í íslendingaslag

Viðar Örn skoraði tvö mörk í íslendingaslag
433Sport
Í gær

Aston Villa vann Leicester með marki í uppbótartíma

Aston Villa vann Leicester með marki í uppbótartíma