fbpx
Fimmtudagur 22.október 2020
433Sport

Rúnar Alex segir frá fyrsta símtalinu – „Ég veit að þetta verður erfitt“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. október 2020 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson markvörður Arsenal er að venjast lífinu hjá félaginu og ræðir það við enska miðilinn Goal. Rúnar gekk í raðir Arsenal í síðasta mánuði en hefur ekki spilað hingað til.

Arsenal keypti Rúnar frá Dijon í Frakklandi eftir að hafa selt Emiliano Martinez til Aston Villa. Rúnar er ætlað að veita Bernd Lendo samkeppni um markvarðarstöðuna.

„Ég las viðtal við Martinez fyrir nokkrum dögum þar sem hann segir frá því að hann hafi verið níundi kostur Arsenal í markið þegar hann kom. Hann lagði endalaust á sig og varð fyrsti kostur í markið þegar Leno meiddist. Svo fær hann þetta frábæra skref til Villa fyrir 20 milljónir punda, þessi saga á að kveikja neista í öllum,“ sagði Rúnar.

„Þetta er planið mitt, leggja endalaust á mig og njóta hverrar mínútur til þess að fá að spila eins mikið og hægt er.“

Áður en Rúnar skrifaði undir hjá Arsenal þá talaði hann við alla aðila sem ráða hjá félaginu. „Ég talaði við alla, Edu, Arteta og Inaki Cana. Þeir þurfti ekki að sannfæra mg mikið, ég vildi bara vita hvernig planið þeirra með mig væri. Ég er á besti aldri sem knattspyrnumaður, það var mikilvægt fyrir mig að þeir væri að hugsa eins og ég.“

„Fyrsta símtalið var alveg magnað, ég trúði þessu varla. Ég er að venjast þessu núna að ég sé að spila fyrir svona stórt félag.“

Boltinn rúllaði hratt eftir fyrsta símtalið. „Það gerðist allt svo hratt, ég fór í læknisskoðun og kláraði hlutina. Skrifaði undir reyndi að venjast þessu. Þú þarft að vera fljótur að aðlagast hjá stóru félagi, það er ekki tími fyrir nein mistök.“

„Ég veit að þetta verður erfitt, ég mun leggja mig fram allan tímann til að spila eins mikið og hægt er. Ég get bara treyst á mig sjálfan, ég mun gera það.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kórónuveiran hefur nú þegar kostað United 12 milljarða

Kórónuveiran hefur nú þegar kostað United 12 milljarða
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Grænt ljós á æfingar liða á höfuðborgarsvæðinu – Þetta eru reglurnar sem fara þarf eftir

Grænt ljós á æfingar liða á höfuðborgarsvæðinu – Þetta eru reglurnar sem fara þarf eftir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hefði allt farið í háaloft ef stjórnin hefði tekið aðra ákvörðun? – „Hefðum aldrei setið þegj­andi og hljóðalaust“

Hefði allt farið í háaloft ef stjórnin hefði tekið aðra ákvörðun? – „Hefðum aldrei setið þegj­andi og hljóðalaust“
433Sport
Í gær

Meistaradeild Evrópu: Rashford tryggði Manchester United sigur á PSG

Meistaradeild Evrópu: Rashford tryggði Manchester United sigur á PSG
433Sport
Í gær

Morðhótanir á liðsfélaga Gylfa til rannsóknar hjá lögreglu – Dómarinn settur í kælingu

Morðhótanir á liðsfélaga Gylfa til rannsóknar hjá lögreglu – Dómarinn settur í kælingu
433Sport
Í gær

Enn eitt högg í maga Özil

Enn eitt högg í maga Özil