fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Kórdrengir borga gríðarlega háa upphæð mánaðarlega: Stefna á að byrja með einn flokk – ,,Þurfum að ná samkomulagi“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 19:20

Davíð Smári Lamude (lengst til hægri), þjálfari Kórdrengja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, var gestur í hlaðvarpsþætti Fótbolta.net í dag og fór þar yfir ýmis mál.

Kórdrengir eru félag sem flestir eru farnir að kannast við en liðið mun leika í 2. deildinni næsta sumar eftir að hafa komist upp tvö ár í röð úr bæði 4 og 3 deild.

Það eru reynslumiklir leikmenn á mála hjá Kórdrengjum og má nefna Einar Orra Einarsson og Albert Brynjar Ingason.

Hafliði Breiðfjörð ræddi ítarlega við Davíð um klúbbinn sem er ekki með neina yngri flokka eins og staðan er.

Það er þó planið að breyta því í framtíðinni og segir Davíð að stefnan sé á að byrja með einn flokk og vinna sig upp.

,,Ég hugsa að okkar hugmynd núna sé að byrja á einum flokki. Planið er að byrja á einum flokki og vera með frí æfingagjöld,“ sagði Davíð.

,,Við viljum reyna að laða fólk að. Leigan á vellinum er mjög dýr og við þurfum einhvern veginn að ná samkomulagi þannig það veltur svolítið á því líka. Við erum að borga gríðarlegar upphæðir mánaðarlega fyrir að æfa þarna fimm sinnum í viku.“

,,Við ættum að fá á móti styrk frá KSÍ ef við byrjum með yngri flokka starf, þetta er eitthvað sem einhverjir tölvugúrúar þurfa að liggja yfir.“

,,Ég held að við myndum byrja á yngsta flokknum. Ég hef ekki sjálfur verið mjög inn í því en við höfum rætt við þjálfara hvort þeir séu tilbúnir að koma, svörin hafa verið jákvæð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“