PSG sigraði Reims 0-2 í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikið var á Stade Auguste Delaune í Reims.
Mauro Icardi kom PSG yfir á 6. mínútu. Hann var síðan aftur á ferðinni þegar hann skoraði annað mark sitt og PSG á 62. mínútu.
PSG hafa unnið 3 af fyrstu 5 leikjum deildarinnar. Liðið er í 7. sæti deildarinnar með 9 stig.
Reims 0 – 2 PSG
0-1 Mauro Icardi (‘9)
0-2 Mauro Icardi (’62)