fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Pepsi Max deild kvenna: Breiðablik burstaði Þór/KA

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 19. ágúst 2020 21:42

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Breiðablik tók á móti Þór/KA og ÍBV gerði sér ferð upp í Árbæ og spilaði við Fylki.

Hér fyrir neðan má sjá úrslit kvöldsins:

Breiðablik 7-0 Þór/KA

Breiðablik var á toppi deildarinnar fyrir leikinn en liðið hefur ekki tapað einum leik í sumar og það ætlaði svo sannarlega ekki að byrja á því í dag. Kristín Dís Árnadóttir kom Blikum yfir snemma í leiknum og skömmu síðar skoraði Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir annað mark þeirra. Áslaug var síðan aftur á ferðinni í lok fyrri hálfleiks þegar hún kom Breiðablik í 3-0.

Snemma í seinni hálfleik skoraði Agla María Albertsdóttir fjórða mark Blika og einungis þremur mínútum síðar skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir fimmta markið. Á 74. mínútu skoraði Sveindís Jane Jónsdóttir sjötta mark Breiðabliks og örfáum mínútum síðar skoraði Rakel Hönnudóttir sjöunda markið.

Lokaniðurstaðan því 7-0 fyrir Blikum sem sitja efstar í deildinni. Þær eru enn taplausar en það sem er ennþá merkilegra er að þær hafa ekki fengið stakt mark á sig í deildinni á þessu tímabili.

Fylkir 1-1 ÍBV

Olga Sevcova kom ÍBV yfir snemma í leiknum. Þær héldu forystunni fram í seinni hálfleik en þegar um klukkutími var liðinn af leiknum náði Þórdís Elva Ágústsdóttir að jafna metin fyrir Fylki. Fleiri urðu mörkin ekki og var lokaniðurstaðan því 1-1.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Miðjumaður United mætti á æfingu í treyju Íslands – Líklegt að hann hafi skipt við Bjarka Stein

Miðjumaður United mætti á æfingu í treyju Íslands – Líklegt að hann hafi skipt við Bjarka Stein
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bjarni rifjar upp markmiðin og talar um „lúserabrag“ – „Annað væri í raun skandall“

Bjarni rifjar upp markmiðin og talar um „lúserabrag“ – „Annað væri í raun skandall“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allar heilar fyrir stóru stundina

Allar heilar fyrir stóru stundina