Föstudagur 26.febrúar 2021
433Sport

Mjólkurbikarinn: Stjarnan og Fram komust áfram – Vítaspyrnukeppni í Safamýrinni

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 30. júlí 2020 22:25

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson fótbolti, Fréttablaðið, íþróttir, karlar, knattspyrna, Pepsimax-deildin, Stjarnan, Víkingur, Þróttaravöllur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

16-liða úrslit Mjólkurbikarsins fóru fram í kvöld. Engir áhorfendur voru á völlunum vegna nýrra sóttvarnarráðstafanna. Víkingur tók á móti Stjörnunni en Fram bauð Fylkismönnum í Safamýrina. Hér fyrir neðan má sjá úrslitin úr þessum leikjum.

Víkingur 1-2 Stjarnan

Fyrsta mark leiksins kom á fyrstu mínútunni en það var Emil Atlason sem skoraði markið og kom Stjörnumönnum yfir. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik en snemma í þeim seinni náði Hilmar Árni Halldórsson að auka forystu Stjörnunnar með marki eftir skyndisókn. Stuttu seinna náðu Víkingar að minnka muninn með marki sem Nikolaj Hansen skoraði eftir stoðsendingu frá Kára Árnasyni. Fleiri urðu mörkin þó ekki og endaði leikurinn því með 1-2 sigri Stjörnunnar sem er nú komin í 8-liða úrslit.

Fram 1-1 Fylkir (4-3 í vítaspyrnukeppni)

Fylkir náði að komast yfir í lok fyrri hálfleiks en það var Þórður Gunnar Hafþórsson sem skoraði markið fyrir Fylkismenn. Fram fékk víti á 65. mínútu en Þórir Guðjónsson náði ekki að nýta vítið. Á 72. mínútu fékk Arnór Borg Guðjohnsen, leikmaður Fylkis seinna gula spjaldið sitt og uppskar því rauða spjaldið. Fylkir léku því manni færi en allt virtist sem Fylkir næði að sigla þessu heim. Þangað til á lokamínútunni. Þá skoraði Fred Saraiva fyrir Fram og jafnaði metin og fór leikurinn í framlengingu.

Hvorugt liðanna náði að skora í framlengingunni og endaði leikurinn því á vítaspyrnukeppni. Þar var staðan jöfn eftir fyrstu 8 spyrnurnar en Ásgeir Eyþórsson, leikmaður fylkis skaut sinni spyrnu yfir markið og Fred Saraiva skoraði síðan fyrir Framara og tryggði þeim sigur í leiknum. Fram komst því áfram og mun leika 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Einræði betra en eiginhagsmunir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Heiðar Helguson til Kórdrengja

Heiðar Helguson til Kórdrengja
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Evrópudeildin: Aubameyang tryggði Arsenal sæti í 16-liða úrslitum – Lærisveinar Gerrard áfram

Evrópudeildin: Aubameyang tryggði Arsenal sæti í 16-liða úrslitum – Lærisveinar Gerrard áfram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Henry segir upp – Segir veiruna og fjarveru frá börnum hafa tekið á

Henry segir upp – Segir veiruna og fjarveru frá börnum hafa tekið á
433Sport
Í gær

United ætlar að losa sig við Juan Mata í sumar – Þrjú stórlið á Ítalíu hafa áhuga

United ætlar að losa sig við Juan Mata í sumar – Þrjú stórlið á Ítalíu hafa áhuga
433Sport
Í gær

Sjáðu markið: Allra augu á Meistaradeild Evrópu en Nathan Ferguson á mark kvöldsins

Sjáðu markið: Allra augu á Meistaradeild Evrópu en Nathan Ferguson á mark kvöldsins
433Sport
Í gær

Yaya Sanogo mættur aftur til Englands – Fimm leikmenn sem áttu erfitt uppdráttar hjá Arsenal

Yaya Sanogo mættur aftur til Englands – Fimm leikmenn sem áttu erfitt uppdráttar hjá Arsenal