fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Atli Steinar fær 5 leikja bann fyrir rasísku ummælin – Kallaði leikmann í hinu liðinu „apakött“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 16. júlí 2020 16:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur dæmt Atla Steinar Ingason, leikmann Skallagríms sem leikur í 4. deild karla í knattspyrnu, í fimm leikja bann. Ástæða bannsins er kynþáttaníð sem Atli beitti Gunnar Jökul Johns, leikmann Berserkja, en liðin spiluðu gegn hvort öðru síðastliðinn föstudag. Þá þarf Skallagrímur einnig að greiða  100 þúsund króna sekt vegna málsins. RÚV greinir frá þessu.

Páll Snævar Brynjarsson skrifaði greinargerð fyrir hönd knattspyrnudeildar Skallagríms vegna málsins en greinargerðina má sjá í skýrslu KSÍ um málið. „Þetta atvik og öll umræða í kjölfar hennar hefur reynt mjög á leikmenn og þjálfara Skallagríms, en hópurinn hefur staðið þétt saman,“ segir í greinargerðinni.

„Það er vissulega líka sárt að horfa upp á leikmanns liðsins brjóta af sér á óafsakanlegan hátt, en við treystum því að aganefnd KSÍ taki á þessu máli með viðeigandi og sanngjörnum hætti. Við vonumst jafnframt til þess að leikmaðurinn sem í hlut á læri af biturri reynslu, þiggi aðstoð og nýti væntanlegt keppnisbann til að vinna úr sínum málum.“

Einar Guðnason, sem hefur leikið lengi með Skallagrím og einnig séð um þjálfun, greindi frá atvikinu á Twitter síðu sinni skömmu eftir að það átti sér stað. Í kjölfarið ræddi Fótbolti.net við Viktor Huga, þjálfara Berserkja, um málið.

„Ég var á hliðarlínunni og var því ekki í hitanum en það sem strákarnir segja mér og vinir okkar í Skallagrími eru sammála okkur þá varð smá hiti og einhverjar tæklingar. Í kjölfarið snýr leikmaður númer fimmtán í Skallagrími [Atli Steinar Ingason] sér við og segir ‘drullastu heim til Namibíu’ við Gunnar Jökul Johns, leikmann okkar,“ sagði Viktor. ,,Kormákur Marðarson, leikmaður okkar, hafði heyrt fimm mínútum áður, sama einstakling númer 15 kalla Gunnar ‘apakött’. Kormákur spurði númer 15 hvað kallaðiru hann og hann endurtók ‘apaköttur’. Þetta er leiðinlegt mál.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Endar Jordan Pickford í London í sumar?

Endar Jordan Pickford í London í sumar?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld
433Sport
Í gær

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu
433Sport
Í gær

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið