fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
433Sport

Brynjólfur útskýrir hvers vegna Darri fékk að fjúka og Andersen kom inn

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. júní 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti nokkra athygli í vetur þegar Brynjólfur Willumsson tók út millinafnið Darri og breytti því í Andersen.

Brynjólfur er tvítugur sóknarmaður en búist er við miklu af honum þegar Pepsi Max-deild karla fer af stað nú í næstu viku. Framherjinn hefur komið við sögu síðustu tvö tímabil en búist er við að hann verði í lykilhlutverki í sumar.

Brynjólfur hafði ætlað að breyta nafni sínu við fermingu en lét svo verða af því í vetur.

„Þetta er ættarnafnið okkar, tvö yngri systkini mín heita þetta og ég ákvað loks að láta breyta þessu,“ sagði Brynjólfur Andersen í viðtali við Vísi.

„Ég hef aldrei verið kallaður Darri af neinum, ekki einu sinni mömmu og pabba. Hef heldur aldrei notað það sjálfur og það er ekki tengt neinu sérstöku svo ég ákvað að breyta því,“

Faðir Brynjólfs er alþingismaðurinn og fyrrum þjálfarinn Willum Þór Þórsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tveir leikmenn Manchester United snúa aftur

Tveir leikmenn Manchester United snúa aftur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslensku landsliðin vita örlög sín á morgun

Íslensku landsliðin vita örlög sín á morgun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mourinho telur að þessi þrjú lið geti unnið EM í sumar

Mourinho telur að þessi þrjú lið geti unnið EM í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum þjálfari United efstur á óskalista Brighton í sumar

Fyrrum þjálfari United efstur á óskalista Brighton í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot
433Sport
Í gær

Fábjánagangur að mati Jóns – Hallir byggðar fyrir 6 milljarða en hafa ekki efni á samloku á ferðalagi

Fábjánagangur að mati Jóns – Hallir byggðar fyrir 6 milljarða en hafa ekki efni á samloku á ferðalagi
433Sport
Í gær

Rangnick hafnar starfinu hjá Bayern – Sá þriðji sem hafnar eftir viðræður

Rangnick hafnar starfinu hjá Bayern – Sá þriðji sem hafnar eftir viðræður