fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
433Sport

Auðmjúkur Ágúst – Maðurinn sem tók af honum starfið sá besti í bransanum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. maí 2020 19:30

© 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli síðasta haust þegar Ágúst Gylfason var rekinn úr starfi sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla. Ágúst hafði náð góðum árangri en Blikar vildu meira.

Óskar Hrafn Þorvaldsson tók starfið en hann hafði komið Gróttu upp í Pepsi Max-deildina, magnaður árangur. Ágúst tók svo við starfi Óskars hjá Grótttu að lokum.

Ágúst ræðir málið við Fótbolta.net og hann telur að Breiðablik verði Íslandsmeistari í sumar enda sé Óskar besti þjálfari landsins. „Blikar eru best mannaðir. Þeir hafa marga unga leikmenn en líka eldri, þetta er frábær blanda. Þeir eru með besta þjálfarann á landinu og þetta ætti ekki að geta klikkað að mínu viti,“ sagði Ágúst við Fótbolta.net.

Óskar var kjörinn þjálfari ársins 2019 af samtökum íþróttafréttamanna og Ágúst segir hann þann besta í bransanum. „Er það ekki? Jú hann er besti þjálfari landsins samkvæmt 2019. Hann gerði frábæra hluti með Gróttu og það verður ekki tekið af honum. Hann var kosinn besti þjálfarinn og með þetta lið í höndunum þá er það mín sannfæring að þeir muni standa uppi sem Íslandsmeistarar. Enda þekki ég allt í Kópavoginum, bæði leikmenn og metnaðinn þar,“ segir Ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Óskar Hrafn ætlar ekki að tjá sig um uppsögnina

Óskar Hrafn ætlar ekki að tjá sig um uppsögnina
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eysteinn nýr framkvæmdastjóri KSÍ

Eysteinn nýr framkvæmdastjóri KSÍ
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United vill losa sig við Casemiro og fá þennan í staðinn

United vill losa sig við Casemiro og fá þennan í staðinn
433Sport
Í gær

Þetta segja veðbankarnir: Hver tekur við á Old Trafford? – Var númer eitt en er ekki sannfærður

Þetta segja veðbankarnir: Hver tekur við á Old Trafford? – Var númer eitt en er ekki sannfærður
433Sport
Í gær

Fyrsta konan til að komast upp á vegg

Fyrsta konan til að komast upp á vegg