Ef marka má fréttir í Grikklandi er stórveldið þar í landi, Olympiakos að fá þungan dóm fyrir að hagræða úrslitum.
Um er að ræða leik frá árinu 2015 við Atromitos, málið hefur lengi verið til rannsóknar. Fullyrt er að búið sé að sanna sekt Olympiakos og brátt falli dómur.
Corriere dello sport segir að Olympiakos fá þungan dóm, félagið verði dæmt niður um tvær deildir.
Þá er sagt að Evangelos Marinakis, eigandi félagsins þurfi að greiða væna sekt og verði bannaður frá fótbolta til lífstíðar. Hann er einnig eigandi Nottingham Forrest.
Olympiakos er á toppi úrvalsdeildarinnar í Grikklandi en deildin hefur verið í pásu vegna kórónuveirunnar.